Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Page 424
Sýni voru tekin af rótum melgresisplantna nærri jarðvegsyfirborðinu, hæð og þéttleiki
plantnanna mældur og tíðni fræstanga metin. A fimm staðanna voru rótasýni tekin af
mismunandi dýpi. í rannsóknastofu voru rótarsýnin þvegin og lituð fyrir skoðun. Aðeins
hluti rótanna hefur enn verið rannsakaður.
Smittilraun
Til að kanna viðbrögð melgresisplantna við að flýta svepprótamyndun var melgresi sáð
um miðjan maí 2003 í tilraunasvæði á Mýrdalssandi. Svæðið er skjóllaus sand- og
malarauðn og gróðurþekja innan við 1%. Notuð var landgræðslusáðvél við sáninguna
sem dregin var af dráttarvél. í tilrauninni voru prófaðir þrír þættir: smitmagn,
áburðarmagn og sáðmagn. Smitinu (TerraVital-D, PlantWorks Ltd, England), sem
innihélt 5 tegundir af “arbuscular” gerð samlífíssveppa, var blandað í áburðinn og dreift
með sáðvélinni um leið og fræinu var sáð. Smitmagnið var þrennskonar: 0, 125 og 250
L/ha; áburðarmagnið (Fjölmóði 2, Áburðarverksmiðjan, Reykjavík) var tvennskonar: 100
og 200 kg/ha og sáðmagnið var tvennskonar (húðað melfræ, Landgræðsla ríkisins,
Gunnarsholti); 37,5 og 75 kg/ha. Hærri skammturinn af fræinu og áburðinum er
venjulega notað í landgræðslu. Allar mögulegar samsetningar af þessum tilraunaþáttum,
alls 12 tilraunaliðir, voru prófaðar í aðskildum reitum, hver um 180 m2 að stærð, sem
raðað var handahófskennt innan blokkar; endurteknir fimm sinnum. Að vorlagi 2004 og
2005 var enduráborið á tilraunareiti, 200 kg/ha af Fjölmóða 2. Að haustlagi síðastliðin 3
ár voru plöntusýni tekin af handahófi úr öllum endurtekningum tilraunarinnar. Sýnin voru
tekin úr smáreitum (0,25m2) og öllum plöntum innan þeirra safnað og fjöldi þeirra talinn.
Jafnframt var rótasýnum safnað úr reitunum til að kanna svepprætur. I rannsóknastofú
voru ofanjarðarhlutar plantnanna þurrkaðir við 70°C og síðan vigtaðir.
Tölfræðigreining á tilraunaþáttum var gerð með fervikagreiningu (SPSS 2004). Notað var
F-próf til að prófa marktækni tilraunaþátta (p<0,05) og Tukey-aðferð til að bera saman
einstök meðaltöl.
Niðurstöður
Hér er aðeins sagt frá megin niðurstöðum rannsóknarinnar. Urvinnsla rótasýna er skammt
á veg komin og frásögn af þeim þætti smittilraunarinnar er sleppt.
Könnun á útbreiðslu sveppróta
Nánast engin svepprót fannst á melgresisplöntum fyrr en á 7. sumri frá sáningu (1. tafla),
en þó varð vart við sveppþræði og gró “arbusular” sveppa í og við rætur yngri plantna. I
sáningum á 7. sumri fundust jafnframt fýrstu blómin á melgresisplöntum.
Melgresisplöntur hækkuðu ár frá ári og náðu fullnaðarhæð (60-90 cm) á 7-20 árum. I
flestum tilvikum var svepprót að finna á minna en 10 cm dýpi frá jarðvegsyfirborðinu, en
á stöðum þar sem sandur safnaðist hratt upp voru svepprætur aðallega neðan 30 cm dýpis.
422