Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Blaðsíða 426
Umræða
Niðurstöður þessara athugana benda til þess að melgresi sé lítið eða ekkert háð
svepprótum í æsku en þegar það stækkar og fer að mynda fræ eykst mikilvægi sveppróta.
Þetta svipar til niðurstaðna Greipssonar og El-Mayas (2000) og Greipssonar o.fl. (2002).
Enginn eða óverulegur ávinningur virðist vera af því að flýta svepprótamyndun
melgresis. Að vísu er hugsanlegt að auknar svepprætur auki blómgun að nokkrum árum
liðnum. Þótt það sé víða þekkt að dreifmg svepprótasmits auki vöxt og lifun plantna í
röskuðum vistkerfum (t.d. Haselwandter 1997) þá virðist ólíklegt að fjölgun sveppróta
breyti það miklu um þroska melsáninga að sá aukakostnaður sem fylgir smituninni skili
sér til baka. Varðandi aðra tilraunaþætti, þá benda niðurstöðumar til þess að spara megi
fræ og áburð í upphafi ræktunarinnar án þess að draga úr uppgræðsluhraða og þannig
gera ræktunina ódýrari en nú er.
Algengt er að plöntur í auðnum og öðmm jarðvegi, sem er óhagstæður plöntum og
örvemm, séu án sveppróta. Algengast er þetta meðal skammlífra plantna (Boemer 1992)
og plantna á heimskautasvæðum (Kytoviita 2005). Tvær líklegar ástæður fyrir
svepprótaleysi plantna við erfiðar aðstæður hafa verið settar fram. Annars vegar að þetta
sé aðlögun að skorti á samlífissveppum og hins vegar að plöntur hafi ekki efni á
svepprótum vegna þess ekki sé næg orka aflögu til að deila með sveppunum
(Ruotsalainen et al. 2002). I þessari rannsókn er möguleiki á að prófa þessar tilgátur en
það verður ekki gert fyrr en úrvinnslu rótasýna er lokið.
Heimildir
Boemer, E. J. R. 1992. Plant life span and response to inoculation with vesicular-arbuscular mycorrhizal
fungi. I Annual versus perennial grasses. Mycorrhiza, 1, 153-161.
Greipsson S. & H. El-Mayas 2000. Arbuscular mycorrhizae of Leymus arenarius on coastal sands and
reclamation sites in Iceland and response to inoculation. Restoration Ecol. 8: 144-150.
Greipsson S., H. El-Mayas, M. Vestberg, and C. Walker. 2002. Arbuscular mycorrhizal fungi in sandy
soils in Iceland. Arctic, Antarctic, andAlpine Research. 34(4): 419-427.
Haselwandter, K. 1997. Soil micro-organisms, mycorrhiza, and restoration ecology. Restoration Ecology
and Sustainable Development, K. Urbanska, N. R. Webb, and P. J. Edwards, eds., Cambridge University
Press, 65-80.
Kytoviita, M.M. 2005. Asymmetric symbiont adaptation to Arctic conditions could explain why high
Arctic plants are non-mycorrhizal. FEMS Microbiol. Ecol. 53 (1): 27-32.
Ruotsalainen, A. L., J. Tuomi and H. Vare 2002. A model for optimal mycorrhizal colonization along
altitudinal gradients. Silva Fennica, 36(3), 681-694.
SPSS 2004. SPSS 13,0 for Windows Student Version. SPSS Inc. Chicago, Illinois.
424