Fræðaþing landbúnaðarins - 03.02.2006, Side 434
Niðurstöður
Niðurstöður sýndu að áhrif mismunandi sáðtíma og sáðmagns smára voru flókin og ekki fengust
alfarið sömu niðurstöður úr báðum tilraununum. Veðurfar var mismunandi 2002 og 2003. Bæði
árin var vorhitinn yfir meðallagi, en allt sumarið 2003 var sérstaklega hlýtt og úrkoma yfir
meðallagi (1. tafla).
1, tafla. Meðalhiti (°C) og heildarúrkoma (mm) í 4 vikur eftir hverja sáningu árin 2002 og 2003._
15. maí-15. júní 15. júní-15. júlí 15. júlí-15. ágúst
°C mm °C mm °C mm
2002 11,1 39 10,5 34 10,6 79
2003 10,1 52 11,7 88 13,5 73
Þurrefnisuppskera allrar smáraplöntunnar reyndist lýsandi fyrir lífeðlisfræðilegar mælingar. Eftir
því sem sáðmagn var aukið því fleiri smáraplöntur voru að hausti (niðurstöður ekki sýndar).
Þessi mismunur var þó ekki marktækur að vori. Þegar snemma var sáð voru plöntumar hins
vegar stærri að hausti og lifðu veturinn betur og vom öflugri að vori (2. tafla).
2. tafla. Fjöldi smáraplantna og þurrefnisuppskera plöntu að hausti sáðárið og vorið eftir sáningu 15. maí, 15. júní
og 15. júlí 2002 (tilraun I) og 2003 (tilraun II), meðaltal yfír sáðmagn rauðsmára.
Tilraun I Tilraun II
Fj. plantna/m2 Þe., mg/plöntu Fj. plantna/m2 Þe., mg/plöntu
Sáðdagur Haust Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor
15. maí 413 603 118 376 280 450 280 446
15. júní 387 419 41 209 293 405 187 210
15. júlí 409 327 17 109 291 177 55 54
Staðalsk. mism. 64,0 78,1 7,3 62,0 52,5 54,6 24,5 25,8
Eftir því sem seinna var sáð því minni var heildaruppskeran á fyrsta uppskemári jafnframt
því sem hlutur illgresis jókst (3. tafla). Einnig minnkaði hlutdeild smárans. Þessi áhrif komu
einnig fram á öðm uppskeruári í tilraun II en ekki í tilraun I. I hreinu grasreitunum í tilraun II
vom niðurstöður þær sömu íyrsta uppskemár (4. tafla). A 2. uppskeruári var illgresi hins vegar
orðið nokkuð mikið á öllum reitum rýgresis, en í vallarfoxgrasinu var illgresi langmest í síðasta
sáðtíma, þótt heildamppskeran væri sú sama fýrir alla sáðtíma.
3. tafla. Heildaruppskera (þe., hkg/ha) og hlutfall smára og illgresis (%) í uppskerunni úr tilraunareitum sem sáð var
15. mai, 15. júní og 15. júlí 2002 (tilraun I) og 2003 (tilraun II), meðaltal yfir sáðmagn rauðsmára.
Tilraun I Heildaruppskera 2003 Heildaruppskera 2004
Þe., hkg/ha Smári, % Illgresi, % Þe., hkg/ha Smári, % Illgresi, %
15. maí 84,2 55 2 40,3 64 2
15.júní 79,7 42 1 43,2 68 2
15. júlí 69,8 37 7 50,2 70 2
Staðalsk. mismunarins 0,33 2,7 1,0 1,7 2,8 0,6
Tilraun II Heildaruppskera 2004 Heildaruppskera 2005
Þe., hkg/ha Smári, % Illgresi, % Þe., hkg/ha Smári, % Illgresi, %
15. maí 51,2 41 2 51,8 65 3
15. júní 43,9 28 3 53,5 64 3
15. júlí 29,0 6 19 42,0 50 6
Staðalsk. mismunarins 0,19 2,6 1,6 0,23 2,2 1,1
432