Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 136
Múlaþing
Til dæmis hafa íslendingasögur
og þættir þar sem ijallað er um
Vopnafjörð tengt okkur við umhverfí
okkar, landslag, baráttu genginna
kynslóða, sérvisku, kúnstir, húmor og
hetjuskap. Skapað samræðugmndvöll
milli ólíkra einstaklinga og brúað
kynslóðabil.
Það er viðurkennt að Islandssaga
Jónasar hafði sterk áhrif á þjóðemis-
kennd og sjálfsmynd margra kyn-
slóða nemenda sem drukku í sig
túlkun sögunnar að hætti Jónasar.
Tel ég það ekki hafa haft skaðvæn-
Ieg áhrif á nemendur svo fremi sem
önnur kennsla og uppeldi jók gagn-
rýna hugsun og víkkaði sjóndeildar-
hring nemenda. Það skaðar engan að vera stoltur af uppmna sínum svo fremi sem asklokið
komi ekki í stað himins og þröngsýni / einsýni skerði frelsi hugans.
Ömefni em menningararfúr sem er að glatast með breyttum búskaparháttum og búsetu.
Með ömefnum hverfúr einatt saga eða sögur sem skýra margt í landslagi eða segja örlagasögur.
Ömefndaskrár em víða til og hafa verið endurskoðaðar og jafnvel em til ömefnaskrár
sem hjálpa áhugafólki að átta sig, en böm sem læra ekki ömefni á sínum bemskuslóðum tapa
miklu, þau verða eins og rótlaust þang, eiga hvergi heima nema innan fjögurra veggja innan
um dót sem þá og þá þykir nauðsynlegt.
Eg hef æði oft heyrt fullorðna Vopnfírðinga hneysklast á því hve fáir þekkja núorðið
ömefni sem em þeim eldri töm. Ætli því hafí verið þannig háttað um og fyrir miðja síðustu
öld að Vopnfírðingar fæddust með fullritaða ömefnaskrá í kollinum? Er þetta fólk búið að
gleyma hvemig það lærði að þekkja örnefni? Var það kannske afí, amma, pabbi, mamma,
frændi, frænka eða bara sá léttheimski á næsta bæ sem miðlaði þekkingu sinni? Bömin okkar
og bamabömin læra ekki að þekkja ömefni og sögur tengdar þeim á Netinu, hvað sem við
kaupum flottar græjur og GPS staðsetningar ömefna koma ekki í stað þess að ganga eða ríða
um landið og fá munnlega fræðslu um ömefni fléttaða inn í störfin sem verið er að sinna eða
ferðalagið sem stendur yfír.
Eg hef tekið eftir því að smala-ferðum barna í sveit hefúr snarfækkað á liðnum tveim
áratugum. Kemur þar ýmislegt til og ekki allt jákvætt, ekki eingöngu menningarsögulega (þar
sem ömefnin týnast) líka heilsufarslega, þar sem endalaust rölt eftir kúm, hestum og kindum
kom í stað endalausra æfinga í svitalofti íþróttahúsa þar sem spanað er upp keppnisskap, ekki
alltaf með það að leiðarljósi að leggja sitt besta fram fýrir aðra, húsbænduma, foreldrana eins
og smalaferðimar forðum.
Eg hef reyndar mestar áhyggjur af því að bömin tapi þeim áhrifum sem ömefni hafa á
tengingu við fortíð og allar þær hugrenningar sem um barnshugann fer þegar verið er að reyna
að skilja ömefni sem stundum em eins og hrein latína eða volapikk í eyrum.
Agústa Þorkelsdóttir flytur erindi sitt á málþinginu Nýtt Island.
134