Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Qupperneq 158
Múlaþing Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Hér eru stuðlar og höfuðstafír feitletraðir, sérhljóðar í fyrri hluta og samhljóðar í þeim seinni. Almennt geta allir sérhljóðar hljómað saman, en aðeins þeir samhljóðar sem eru táknaðir með sama bókstaf, og sérreglur em um s og fylgistafi þess. Þessa reglubundnu stuðlun hafa íslendingar öldum saman tekið í arf. Hún síaðist inn í hugskot bamanna við að heyra farið með vísur og kvæði og læra utanað, síðar af eigin ljóðalestri, og varð hluti af máltilfínningu flestra manna langt fram á síðustu öld. Sumir gátu nýtt sér hana við eigin kveðskap, án þess að hugsa út í bragreglumar, þeir vom kallaðir hag- yrðingar eða skáld, eftir hversu mikla rækt þeir lögðu við kveðskapinn, og sagt að þeir hefðu brageyra. Ragnar Ingi lýsir þessu svo í formála bókarinnar: „Þegar ég var að alast upp austur í Hrafnkelsdal á 5. og 6. áratug 20. aldar var hefðbundinn kveðskapur hluti af því máli sem við, ég og systkini mín, námum af eldri kynslóðinni. Alla tíð síðan hafa villur í brag, einkum ef þær snerta reglur urn stuðlasetningu, sært málvitund mína, eða ef til vill er réttara að kalla það bragvitund.“ Hér má minna á að systkinin, Aðal- steinsböm, frá Vaðbrekku, hafa öll verið hagmælt, en þekktasta skáldið í þeirra hópi var Hákon Aðalsteinsson. Rím er það kallað þegar orð eða orðshlutar í kveðskap hljóma saman. Innrím hafði lengi verið notað á Norðurlöndum, í hinum svokölluðu dróttkvæðum, sem em afar flókin kvæðahefð, raunar frekar í ætt við íþrótt. Upp úr aldamótum 800 barst ný ljóðagerð sunnan frá Miðjarðar- hafslöndum, sem einkenndist af endarími, þar sem endar ljóðlína rímuðu saman. Fræðimenn álíta að þessi tíska, ásamt áherslubreytingum í framburði, hafi valdið því að stuðlasetningin lagðist smám saman niður. A meginlandi Evrópu var hún horfin undir lok níundu aldar. A Norðurlöndum þraukaði stuðlasetning fram um 1250, mest fýrir áhrif íslenskra skálda, og í Englandi fram á 15. öld. Fáeinar tilraunir voru gerðar í Noregi á 19. öld til að endurvekja hefðina, en þær runnu út í sandinn. Samkvæmt Egils sögu Skallagrímssonar innleiddi Egill endarímið í norrænu eða íslensku um miðja 10. öld, með Höfuðlausn, hinni frægu drápu sinni um Eirík blóðöx, en hélt jafn- framt stuðlasetningu. Ekki varð endarímið þó algengt hér fyrr en löngu síðar. Hin reglubundna stuðlasetning hélt velli þó endarímið bættist við og jafnvel innrím líka. Hefur svo verið allar götur síðan, og raunar hefur stuðlasetningin verið tíðari og lífseigari en endarímið, þar til hin mikla formbylting kom um miðja síðustu öld með „atómskáldunum" frægu, sem lögðu allar bragreglur til hliðar. Þó er stuðlasetningin engan veginn útdauð enn, og hefur á síðustu áratugum frekar sótt í sig veðrið, að vísu stundum í lausbeisluðu formi. Ljóst er að nú hefur fátt yngra fólk hið svokallaða brageyra, og árangur þeirra sem yrkja eftir lærðum rímreglum er ekki alltaf beysinn. Bundin ljóð hafa margt fram yfir þau óbundnu. Þau fela í sér hljómfall tungumálsins, og sameina þannig Ijóðlist og tónlist, enda eru þau yfirleitt mun sönghæfari en atómljóð, og miklu auðveldara að læra þau. Vissulega getur efnið liðið fýrir mjög bundið form, en það er snilld góðskálda að láta það ekki gerast, a.rn.k. ekki svo eftir verði tekið. 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.