Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 6
Kápumynd:
Myndin á kápunni sýnir myndverk eftir Eyjólf Skúlason sem búsettur er á Egilsstöðum.
Eyjólfur er fæddur á Borgarfirði 28. desember 1956. Hann byrjaði ungur að höggva myndir
í við og hefúr hann tekið þátt í tveimur samsýningum á Egilsstöðum og haldið einkasýningu
á Borgarfirði. Hafa höggmyndir hans vakið athygli og hlotið góða dóma. Myndverkið heitir
,JEigi skal raka“ það er um 30 cm að hæð og er í eigu fjölskyldu Elíasar heitins Halldórssonar.
Eyjólfur hefur eftirfarandi um tilurð verksins að segja:
„Verk þetta varð til nokkru fyrir síðustu aldamót er þáverandi landbúnaðargenerráll boðaði
stórligan niðurskurð á sauðljárbændum - sækir verkið andaktina í þann tíma - vamarlaus
búandinn rekinn í gegn með heyhrífu - kristsnaglinn gegnum höndina er hann lyftir sem í
ákalli og bæn til himins - hin höndin fálmar í örvænting að þreyttum fæti hvum ljáin forðum
lék svo blítt - sitjandi á köldum klaka undir seglbúnaði = Eigi skal rakaE
Myndina tók Nökkvi Elíasson.
Höfundar efnis:
Ágústa Osk Jónsdóttir, f. 1940, húsmóðir, búsett á Egilsstöðum.
Baldur Grétarsson, f. 1961, bóndi, Kirkjubæ í Hróarstungu.
Bragi Bergsson, f. 1978, sagnfræðingur, búsettur í Reykjavík.
Erla Dóra Vogler f. 1983, jarðfræðingur og söngvari, búsett á Egilsstöðum.
Guðmundur Már H. Beck, f. 1950, verkamaður, búsettur í Eyjafjarðarsveit.
Halldór Vilhjálmsson, f. 1933, fyrrverandi menntaskólakennari, búsettur í Reykjavík.
Hulda Sigurdís Þráinsdóttir, f. 1971, þjóðfræðingur, búsett á Egilsstöðum.
Hrafnkell Lárusson, f. 1977, sagnfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga,
búsettur í Breiðdal.
Ingimar Sveinsson, f. 1927, fyrrverandi skólastjóri, búsettur á Djúpavogi.
Oddbjörg Sigfúsdóttir, f. 1944, frá Krossi í Fellum, búsett í Fellabæ.
Páll Baldursson, f. 1974, sveitarstjóri Breiðdalshrepps, búsettur á Breiðdalsvík.
Sigurður Kristinsson f. 1925, fyrrverandi kennari frá Refsmýri í Fellum, búsettur í Reykjavík.
Smári Olason, f. 1946, tónlistarfræðingur og tónlistarmaður, búsettur i Hafnarfirði.
Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk, f. 1915, d. 1991.
Svavar Sigmundsson, f. 1939, fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar Islands, búsettur í Reykjavík.
Sveinn Gunnarsson, f. 1889, d. 1970.
Vésteinn Ólason, f. 1939, fyrrverandi prófessor, búsettur í Reykjavík.
Vigfiis Ingvar Ingvarsson, f. 1950, fyrrverandi sóknarprestur, búsettur á Egilsstöðum.
Vilhjálmur Hjálmarsson f. 1914, fyrrverandi alþingismaður og menntamálaráðherra, búsettur á Egilsstöðum.
4