Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 9
Vilhjálmnr Hjálmarsson
Utþrá og æskuslóð
r
Anna Olafsdóttir í Firði
Anna Ólafsdóttir fæddist í Firði í
Mjóafirði 23. janúar 1865. Foreldrar
hennar voru Ólafur Guðmundsson
bóndi í Firði og Anna Katrín Sveinsdóttir
kona hans.
Þau eignuðust tíu böm og komust níu til
þroska. Elstur var Sveinn, fæddur 11.02.1863,
þá Anna, Einar, f. 14.12.1865, Guðmundur,
f. 09.10.1867, Guðrún, f. 10.09.1869, Jón, f.
28.10.1870, Óskar, f. 16.02.1872, Tómas, f.
06.09.1873 og Óli, f. 21.08.1876. - Jóhanna
var yngst, f. 24.06.1882.
Fjörður var kostajörð meðan þar var búið
með þjóðlegum hætti, ágætt haglendi, góðar
slægjur, mótak, silungur í ánni og líf í sjó.
Þetta var nýtt af manndómi og kostgæfni.
Ólafur var búmaður góður og Anna Katrín
mikilhæf húsmóðir. Bæði vom þau vel gefm
og Katrín hagmælt. Varðveist hafa fyrir til-
viljun nokkrar vísur eftir hana um bú og böm.
En Fjörður brann til kaldra kola 1952 með
öllu sem þar var innanstokks.
Bömin í Firði nutu góðrar heimafræðslu
og flest sóttu skóla. Elsta syninum, Sveini,
stóð tilboða langskólanám. (Oðirm 1911,12.
tbl.) en hann leitaði á aðrar slóðir. Hljóðfæri
kom snemma á heimilið. Og á sólbjörtum
sunnudögum var orgelið í Firði borið út á
bala. A.m.k. Guðrún, Anna og Óskar kunnu á
hljóðfærið og unga fólkið söng ættjarðarljóð
og hvatningasöngva.
Arin liðu og systkinahópurinn dreifðist.
Fjórir bræður reistu bú á Fjarðartorfunni,
tveir fóm aðrar leiðir í fyrstu og tveir fóm
til Ameríku og ílengdust þar. Systurnar tvær
fóru einnig vestur um haf en komu aftur til
Islands eftir mislanga dvöl.
Anna Ólafsdóttir hefur verið bráðger til
líkama og sálar eins og komist var að orði.
Ömggar heimildir staðfesta það rækilega. Við
húsvitjun í desember 1870 er hún sögð læs og
skortir þá enn nokkrar vikur í 6 ára afmælið
sitt. Og þegar hún fermist 1879 er einkunnin:
„kann, skilur og les mikið vel.“
Heimildir mínar um Önnu Ólafsdóttur eru
strjálar og sín úr hverri áttinni.
Þann 21. júní 1880 skrifar norskur síld-
veiðiskipstjóri við Island útgerðarmanni
sínum að hann hafí kynnst „en storbonde" á
Mjóafirði og hitt „en jenta som kan snakke
dansk.“ (Kari Shetelig í Norske seilskuterpá
Islandsfiske.) Hér er engum til að dreifa nema
Önnu Ólafsdóttur, 15 ára heimasætunni í Firði.
Sveinn bróðir hennar segir líka frá því í Óðni
að faðir þeirra hafi látið kenna sér dönsku og
hefúr Anna væntanlega notið góðs af því.
7