Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 11
Útþrá og æskuslóð
Fjörður 1893. Ljósmvnd. Anna Ólafsdóttir. Eigandi myndar: Vilhjálmur Hjálmarsson.
hennar að Gimli er hún kölluð myndasmiður
í frétt í blaðinu Bergmál.
Þess má vel geta að hjá frændfólki Önnu
vestra, afkomendum Guðmundar bróður
hennar, hefúr fundist albúm sem í eru m.a.
nokkrar ágætar myndir af Önnu sjálfri á
ýmsum aldri.
Sagt var að Anna hefði unnið fyrir sér
með saumum vestra. Og vera má að hún hafi
einnig haft einhverjar tekjur af myndatöku.
Um þetta skortir í raun og veru allar heimildir.
Anna var viðstödd útför Einars bróður síns
20. ágúst 1907. (I Winnipeg væntanlega.) Þar
voru einnig systkini hennar, Guðmundur og
Guðrún og ennfremur Vigfús Kjartansson,
maður Guðrúnar.
Anna Ólafsdóttir var 27 ár vestra, kom
aftur til íslands 1926. Hún er skráð inn komin
til Seyðisfjarðar það ár. En þar búa þá Guðrún
systir hennar og Vigfús.
Árið eftir, 1927, er hún meðal burtvik-
inna frá Seyðisfirði, 62 ára saumakona, til
Reykjavíkur. Heimildir um dvöl hennar þar
virðast ekki liggja á lausu. Tvær smáauglýs-
ingar í Vísi 1929 gætu hugsanlega verið frá
Önnu, einkum sú síðari: „Ensku kennirheima
Anna Ólafsdóttir, Laufásveg 33, enska töluð
í tímum.“
Enn er þess að geta varðandi dvöl Önnu
Ólafsdóttur í Reykjavík 1927-1933 að hún
flutti erindi um Christian Science hreyfmguna,
sem hún hafði kynnst vestra, í útvarpinu 10.
og 11. maí 1931. — Aðrar upplýsingar um
Reykjavíkurdvöl Önnu að þessu sinni eru
mér ekki tiltækar.
Anna Ólafsdóttir flytur frá Reykjavík
1933. Það ár eru hún og Guðrún systir hennar
skráðar innkomnar til Mjóafjarðar frá Seyðis-
firði og að Firði.
Sennilega er það rangminni mitt sem ég
hef skráð í Mjófirðingasögur um ferðir Önnu
frá Firði til Reykjavíkur vegna erindaflutn-
ings. En ég man vel skýran og áheyrilegan
flutning hennar í útvarpinu. - Þá hlustaði
maður á allt og hlustaði vel.
Önnu Ólafsdóttur var sent reglulega að
Firði málgagn Christian Science hreyfingar-
innar. Og til gamans má geta þess að frændi
9