Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 15
Vigfús Ingvar Ingvarsson
Séra Friðrik Friðriksson á Austurlandi
og samskipti hans við Borgfirðinga
Alkunna er að hinn áhrifamikli æsku-
lýðsleiðtogi og kirkjuhöfðingi séra
Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM
og K í Reykjavík og starfaði þar um árabil
og kom einnig víðar við sögu hérlendis sem
erlendis. Fáir tengja hann þó Austurlandi enda
félög hans aldrei starfað hér eystra.
Séra Friðrik ferðaðist þó um á Héraði og
niður á Reyðarfjörð og Eskiijörð sumarið
1928. Tilefnið var boð ungmennafélaga
á Héraði en til þess hafði séra Asmundur
Guðmundsson, þá skólastjóri á Eiðum,
hvatt. Friðrik hélt samkomur og messaði í
kirkjum og flutti erindi. Hann talaði fyrst
á samkomum á Reyðarfirði og Eskiflrði og
var með unglingafund heima hjá Jóni Páls-
syni dýralækni á Reyðarfirði. Hann fór m.a.
með séra Sigurjóni Jónssyni milli kirkna hans
og rómar allar viðtökur hans. Annars hælir
Friðrik alls staðar móttökunum og getur við-
kunnanlegra fylgdarmanna milli hreppa á
Héraði, t.d. Jóns Þórarinssonar í Jórvík og
fleiri forystumanna ungmennafélaga. Um
Stóra-Sandfell í Skriðdal segir hann:
Synir Guðna bónda voru tveir heima, Bjöm
og Haraldur, en tveir aðrir uppkomnir synir
em bílstjórar milli Reyðarijarðar og Héraðs,
allt saman stórmyndarlegir menn og áhuga-
samir um félagsskap og andleg mál.
Séra Friðrik hafði raunar haft stutta viðdvöl á
Seyðisfirði haustið áður og haldið samkomur
í kirkjunni og á sjúkrahúsinu.1
Þetta voru þó ekki fýrstu ferðir Friðriks
til Austurlands en hingað austur kom hann
fyrst í kjölfar mikils örlagatíma á ævi sinni.
Hann hafði orðið fyrir miklu áfalli sem ungur
menntaskólapiltur og var kjaminn í því mikil
ástarsorg. Friðrik „missti þarna fótanna“ eins
og sagt er og að lokum allan lífsvilja og ákvað
að taka sér far með skipi „lengra en til Vest-
mannaeyja en styttra en til Færeyja“ eins og
hann sagði við skólafélaga sinn sem hélt að
þetta væri grín.
f skipinu lendir hann svo í því að sálusorga
örvinglaðan mann sem var að flýja land eftir
drýgðan glæp og líf Friðriks tekur nýja stefnu
upp úr öldudalnum. En skipið kom ekki við í
Vestmannaeyjum svo hann hafnar í Færeyjum
allslaus um miðjan vetur. Þar kynnist hann
þó góðu fólki og famast býsna vel og getur
unnið fyrir sér.2
1 F.F. Prestafélagsritið 1928, bls. 198-202, tilvitnun bls. 201.
2 F.F. Undirbúningsárin - Minningarfrá œskuárum, útg. Þorsteinn
Gíslason, 1928, bls. 147 og almennt bls. 135-167.
13