Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 17
Séra Friðrik Friðriksson á Austurlandi og samskipti hans við Borgflrðinga
Jón Finnbogason og Björg Isaksdóttir. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
og norsku á Kolfreyjustað. Róið var með hann
yfir til hvalveiðistöðvar, sem mun hafa verið
á Fögrueyri í landi Víkurgerðis, en þar hélt
hann samkomu fyrir Norðmenn. Friðrik gekk
svo næsta dag út að Hafnarnesi en þar höfðust
við sjómenn frá Lófóten með báta sína sem
minntu hann á fomaldarskip. Hann var með
guðsþjónustu í sjóbúð fyrir sjómennina en þeir
hétu einnig að koma til kirkju næsta sunnudag
sem þeir og gerðu og tóku vel undir sönginn.
Áður en Friðrik hélt frá Búðum með skipi
til Reyðarfjarðar hélt hann bamasamkomu.
Á Reyðarfirði þekkti hann engan né hafði
útvegað sér dvalarstað en þegar hann spurðist
fyrir um slíkt í búð einni bauð verslunar-
stjórinn, Jón Finnbogason, honum heim til
sín. Hann og kona hans, Björg Isaksdóttir,
reyndust honum vel. Friðrik fékk lánaðan hest
og reið fram í Fagradal þar sem vinur hans
úr Kópavogi, Erlendur Zakaríasson, stjórnaði
verki við lagningu Fagradalsbrautarinnar.
Hann heimsótti síldveiðistöð Norðmanna,
hélt samkomu hjá þeim og stefndi þeim til
kirkju á Hóliuum næsta sunnudag án þess
þó að hafa fengið leyfi fyrir kirkjunni. Hann
var einnig með samkomu í samkomuhúsi
fríkirkjumanna. Vel var honum tekið er hann
reið út að Hólmum og kirkjan til reiðu. Norð-
menn vom víðar við fjörðinn og fjölmenntu
þeir til messu og höfðu lítinn gufubát sem
dró róðrarbátana.
Presturinn á Hólmum, séra Jóhann Lúther
Sveinbjamarson, fylgdi honum loks til sýslu-
mannshjónanna á Eskifirði, Axels Túliniusar
og Guðrúnar Hallgrímsdóttur, Sveinssonar
biskups. „Næsta dag hjelt jeg guðsþjón-
ustugjörð í kirkjunni og var sýslumannsfrúin
organisti, en sýslumaður hringdi klukkunum.
Þetta var íslensk guðsþjónusta því engirNorð-
menn voru þá á Eskifirði“. Friðrik fór ríðandi
út í Stóru-Breiðuvík þar sem hann hafði frétt
að væru „um 40 Lófóten fiskarar“. Þessir
15