Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 18
Múlaþing
Hvalveiðistöðin Berg í Mjóafirði. Eigandi myndar: Ljósmvndasafn Austurlands.
menn reyndust sérkennilega strangtmaðir
(Læstadianar) með mikla áherslu á sérstöðu
sína og syndajátningu manna á milli. Frið-
rik lenti í einkennilegum aðstæðum þegar
einhvers konar uppgjör fór fram á milli 18
sjómanna i einum skála sem endaði með alls-
herjargráti þeirra sem hann horfði steinhissa
og vandræðalegur á.
Eftir ánægjulega heimsókn á Karlsskála
fékk Friðrik fylgd upp á fjallið áleiðis til
Flellisfjarðar. Eigandi hvalveiðistöðvarinnar
í Hellisfirði, Bull, tók honum vel og þeim
kom saman um að stefna Norðmönnunum þar
til kirkju á Norðfirði næsta sunnudag. Bull
sendi svo mótorbát með hann til Norðfjarðar
þar sem hann hélt til hjá Sigfúsi Sveinssyni
kaupmanni.
A Norðfirði hitti hann nokkra vini sína,
þar á meðal Jón, fyrrum húsbónda sinn úr
Mjóafirði, og í kirkjunni messaði hann bæði
á íslensku og norsku. Með skipi hélt hann svo
til Mjóafjarðar og átti þar góða dvöl á prests-
setrinu sem þá var í Þinghól í Brekkuþorpi.
Flann heimsótti hvalveiðistöð í ijarðarbotni
og hina miklu stöð á Asknesi í eigu Ellefsens
en þar unnu allmargir Tslendingar. A báðum
stöðum hétu menn að koma til kirkju næsta
sunnudag.
Sá sunnudagur, 13. ágúst, varð minnis-
stæður því þá var kosið í Noregi um sam-
bandsslit við Svía8 sem litlu munaði að leiddi
til styrjaldar á milli þessara grannþjóða.
Loks er Friðrik kominn gangandi frá
Brekku í Hánefsstaði en á Seyðisfirði á hann
frændfólk báðum megin fjarðar og inni í kaup-
staðnum. Eftir nokkra dvöl þar heldur hann
norður til Borgarfjarðar með viðkomu hjá
frændfólki í Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Þeir
bræður, Stefán og Sigurður Baldvinssynir,
F.F. Starfsárin I. Framhald undirbúningsáranna, útg. Þ.G, 1933,
bls. 249-266.
16