Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 21
Bragi Bergsson
Kvenfélagsgarðurinn í Neskaupstað
r
dag er almennt talið að almenningsgarðar
og önnur útivistarsvæði, séu nauðsynleg
til þess að borgir og bæir geti dafnað og
íbúum þeirra líði vel.1 í kjölfar iðnbyltingar-
innar átti sér stað mikil umræða um mikilvægi
hreinlætis og almenns heilbrigðis í erlendum
borgum og bæjum og var sjónum m.a. beint
að mikilvægi almenningsgarða fyrir heilsu
fólks. Umræða urn þessi mál barst hingað til
lands skömmu eftir aldamótin 1900.1 ritinu
Um skipulag bœja sem kom út árið 1916
skrifaði Guðmundur Hannesson læknir m.a.:
, jafnframt því sem bæimir stækka þá neyðast
menn til að ætla ríflega svæði fyrir lystigarða
handa almenningi á víð og dreif um borgirnar,
leikvelli handa bömum o.s.frv.1'2 Guðmundur
og Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins,
voru fremstir í flokki þeirra sem skipulögðu
1 Svo vitað sé, hafa hingað til ekki verið gerðar íslenskar rannsóknir
á þessu viðfangsefni. Hinsvegar hafa verið gerðar Qölmargar
erlendar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi slíkra svæða
fyrir almenning. Sjá t.d.: Chiesura, A. „The role of urban parks
for the sustainable city.“ 2004. Landscape and Urban Planning.
68/1 bls. 129-138, R.Kaplan, S. Kaplan ogR.L. Ryan. Withpeople
in w/W.Washington D.C. 1998 og C. Cooper Marcus og C.
Francis. People Places. New York 1997.
2 Guðmundur Hannesson: Um skipulag bœja. Reykjavík, 1916,
bls 31.
bæi á íslandi á ámnum 1921 til 1938. í skipu-
lagsáætlunum sem þeir unnu var alltaf gert ráð
fyrir almenningsgarði og svæðum til útivistar.
í kjölfar þessara áætlana var sumstaðar ráðist
í gerð slíkra garða, þó margir þeirra hafi ekki
litið dagsins ljós fyrr en árum eða jafnvel
áratugum síðar.
Arið 1930 var samþykktur skipulags-
uppdráttur fyrir Neskaupstað í Norðfirði.
Samkvæmt honum var bæjarstæðinu skipt
upp í nokkra reiti og um reit þann sem var
auðkenndur með tölustafnum 5, skrifuðu þeir
Guðmundur og Guðjón:
Mikill hluti af reit þessum er gamli kirkju-
garðurinn og lágin vestan hans. Vér höfum
gert úr þessu grænan blett til prýðis, og gerum
ráð fyrir, að þar séu plöntuð tré og runnar á
smekklegan hátt. Efst í lautinni væri góður
staður fyrir leikvöll handa bömum, því halli
er þar skaplegur og nokkurt skjól.3
Ekki er vitað til þess að umræða um gerð
skrúðgarðs í Neskaupstað hafi átt sér stað fyrr
en þremur árum síðar, á fundi kvenfélags-
ins Nönmi, þann 22. október 1933. Þá vakti
3 Páll Líndal, Bæirnir byggjast. Yfirlit um þróun skipulagsmála á
íslandi til ársins 1938. Reykjavík 1982, bls. 275.
19