Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 23
Kvenfélagsgarðurinn í Neskaupstað
Hluti skipulagsuppdráttarfyrir Neskaupstað frá árinu 1959, sem
sýnirJýrirhugaða stœkkun kvenfélagsgarðsins. Ljósmynd: Skipu-
lagsstofnun.
nokkur garðyrkjunámskeið á vorin.8
Sennilega hefur Eyþór sótt garðyrkju-
námskeiðin hjá Einari Helgasyni garð-
yrkjumanni, í gróðrarstöð Reykjavíkur
sem var við hlið Kennaraskólans á
námsárum Eyþórs.
Meðfram kennarastarfinu vann
Eyþór fyrir hin ýmsu félög og fyrir-
tæki í Neskaupstað. Hann tók einnig
þátt í stjómmálum og var bæjarstjóri
Neskaupstaðar á ámnum 1936-1938,
sá fyrsti sem kjörin var af bæjarstjóm
en áður hafði það starf fylgt embætti
bæjarfógeta. Sumarvinna Eyþórs var
einkum fólgin í garð- og skógrækt.
Hann skipulagði og annaðist gerð
fjölda lóða og garða t.d. lóðina kringum
sundlaug Neskaupstaðar, lóð Alþýðuskólans
á Eiðum, kirkjugarðinn í Neskaupstað og
skrúðgarð Eskifjarðar.9 Sennilega hefur fyrsta
skipulagsverkefni hans verið skrúðgarður
kvenfélagsins í Neskaupstað. A þessum árum
vom ekki starfandi landslagsarkitektar og stétt
menntaðra garðyrkjumanna var fámenn. Þar
sem menntun Eyþórs byggðist ekki nema að
litlu leyti á uppbyggingu og skipulagi skrúð-
garða, hefúr það verið einlægur áhugi hans,
verkvit og smekkvísi sem réð því hversu vel
honum tókst til við framkvæmdir og skipu-
lagningu garða. Ekki er vitað hvort Eyþór
hafi gert uppdrátt af garðinum, en ef svo er
þá hefur hann ekki fundist.
í fyrstu ætluðu kvenfélagskonurnar að
leggja til 300 krónur í uppbyggingu garðs-
ins. Eyþór sannfærði þær hinsvegar um að
tvöfalda þá upphæð, því betra væri að vanda
til verksins í upphafi, svo það kæmist vel á
veg. Að auki var haldið ball sem gaf af sér
250 krónur og gengið á milli bæjarbúa og
safnað saman fé. Samtals varð ijámpphæðin
um 900 krónur og vom Eyþóri greiddar 150
krónur fyrir vinnu sína þetta haust.10 Sum-
arið eftir árið 1935 lauk jarðvegsvinnunni að
mestu og hafíst var handa við gróðursetningu
í garðinum. Ekki hafa fundist heimildir sem
greina frá uppruna gróðursins í garðinum,
en gera má ráð fyrir því að flestar plöntumar
hafi komið frá Hallormsstað, þó ekki sé hægt
að fúllyrða það.
Kirkjugarðurinn var afmarkaður frá öðrum
hlutum garðsins „með hallandi snidduveggjum
á þrjá vegu.“ Vegna þess að kirkjugarðurinn lá
miklu hærra en landið umhverfís urðu vegg-
irnir allt að þrír metrar á hæð. Eyþór skrifaði
grein um garðinn árið 1984 þar sem hann lýsti
honum og sagði m.a.:
Sjálfu túninu, lægðinni, var skipt í 5 grasfleti.
Sá neðsti, sem er láréttur, liggur þvert yfir
svæðið neðan kirkjugarðsins, en hinir í lægð-
inni vestan kirkjugarðsins, er sá neðsti þeirra
líka lágréttur en hinir þrír með nokkrum halla.
8 Morgunblaðið. 27. júlí 2000, bls. 44-45 og Morgunblaðið. 28. 10 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað.
júlí 2000, bls. 47. [Minningargreinar um Eyþór Þórðarson.] 1907-1941. 16. sept. 1934.
9 Morgunblaðið. 27. júlí 2000, bls. 44-45 og Morgunblaðið. 28.
júli 2000, bls. 47. [Minningargreinar um Eyþór Þórðarson.]
21