Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 30

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 30
Múlaþing Trjágöng undirstrika beinar línur göngustígsins og varpa skemmtilegum skuggum á hann í sumarsólinni. Ljósmyndari: Bragi Bergsson. 2011. Málið var rætt í annað sinn í lok októ- ber árið 1944. Þá skýrði Kristrún frá því að „félagið hefði ekki eignarrétt á garðinum en hafi fengið þennan blett í fyrstu til ræktunar hjá bænum, í því skyni að koma upp skrúð- garði...“ Hún lagði til að félagið léti garðinn af hendi um næstu áramót, en sleppti þó ekki alveg hendinni af honum, heldur færi fram á það við bæjarstjóm að félagið fengi að hafa tvo fulltrúa í hinni væntanlegu skrúðgarðs- nefnd.24 Þessi tillaga var síðar samþykkt á fundi kvenfélagsins þann 19. nóvember 1944.25 Bærinn tók við rekstri garðsins um ára- mótin 1944-1945 og þar með lauk beinum afskiptum kvenfélagsins af garðinum, en kvenfélagskonur áttu alltaf sæti í skrúðgarðs- nefnd bæjarins næstu áratugina. Fyrsta skrúð- garðsnefndin var kosin í byrjun ársins 1945 og í henni sátu Davíð Áskelsson, Kristrún Helgadóttir og Eyþór Þórðarson, sem var formaður nefndarinnar. Davíð var ráðinn til að sjá um garðinn þetta sumar og sumarið á eftir. Eyþór var svo umsjónarmaður garðsins 1947 og 1948. Af einhverjum ástæðum gaf Eyþór ekki kost á sér til þess að sjá um garðinn eftir það og því var reynt að fá lærðan garð- yrkjumann til verksins. Enginn fékkst til þess fyrr en árið 1951 þegar Sigurður Elíasson var ráðinn í eitt sumar.26 Það sumar fjallaði Bjöm Þorsteinsson sagnffæðingur um Norðfjörð í Þjóðviljanum og sagði m.a.: „I þorpinu er dálítill skrúðgarður, en áform eru uppi um það, að stækka hann mjög og fegra og var unnið af kappi við allskonar endurbætur á honum.“27 Endurbætumar fólust meðal annars í því að gosbrunnur var gerður á neðstu gras- flöt garðsins og sá Sigurður Elíasson um þá framkvæmd.28 Skömmu áður hafði Ingólfur Davíðsson grasafræðingur ferðast um Neskaupstað og skoðað garða bæjarins. Skrúðgarðinum lýsti hann á eftirfarandi hátt: Nokkrir laglegir garðar eru í Neskaup- stað. Langsstærstur þeirra er skrúðgarður Neskaupstaðar, stofnaður af konum 1936. Undirbjó Eyþór Þórðarson kennari garðinn og skipulagði. Þrjú undanfarin ár hefur bærinn séð um garðinn. Falleg reynigöng eru í garðinum, 4-5 m. há. Þrífst reynirinn vel, bæði íslenzkur (göngin) og silfurreynir. 24 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 27. okt. 1944. 25 Hskj. Nesk. Gerðabók Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað. 1942-1974. 19. nóv. 1944. 26 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“ Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 138. 27 Bjöm Þorsteinsson, „Frá Norðfirði.“ Þjóðviljinn 30. júní 1951, bls. 5. 28 Eyþór Þórðarson, „Skrúðgarður Neskaupstaðar (saga og gerð).“ Garðyrkjuritið 1984. Reykjavík 1984, bls. 138. 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.