Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 39
Heimagæsirnar í Merki
Heiðagœsir í Hrafnkelsdal. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Stefán Júlíus Benediktsson var frá Hjarðarhaga á Jökuldal, fæddur 24. apríl 1875 - dáinn
21. desember 1954; tók við búskap í Merki af tengdaföður sínum árið 1905 og bjó þar alla
ævi til ársins 1954. Tveir sona hans úr ellefu systkina hópi tóku þá við ábúð í Merki, þeir Oli
og Benedikt. Óli stofnaði síðar nýbýlið Amarhól á heimajörðinni en jarðimar vom áfram
samnýttar sem ein væri.
Óli hefúr alið allan sinn aldur í Merki á Jökuldal og hefur næman skilning á náttúrunni
og öllu lífi í kringum sig. Gott dæmi um það er þegar kona ein hljóðaði upp yfir sig þar sem
Óli var gestkomandi. Óli spurði hvað gengi á, og var honum sagt að stór hunangsfluga væri
á sveimi fyrir utan gluggann. ,JVei, er það virkilegtf sagði Óli. ,fEtli hún sé með bú hérna
nálægt?“ Óli missti eiginkonu sína frá ungum bömum árið 1972 og býr enn í Merki ásamt
fjölskyldum tveggja elstu barna sinna, Lilju og Stefáns, en þau hafa staðið fyrir búi með föður
sínum frá unga aldri og reka þar enn myndarlegt bú á allri jörðinni að hætti forfeðra sinna.
Heimildir
íslensk erfðagreining ehf. og Friðrik Skúlason ehf: íslendingabók - ættfræðigrunnur á tölvutæku
formi. 1997-2013.
Stefán Benediktsson Merki: Ljóð. Letur 1964.
Sveitir ogjarðir í Múlaþingi, I. bindi. Armann Halldórsson sá um útgáfuna. Búnaðarsamband Austur-
lands 1974.
Munnlegar heimildir
Óli Stefánsson Merki, f. 1923.
Hallveig Guðjónsdóttir frá Heiðarseli, f. 1923, búsett á Egilsstöðum.
Ragnar Sigvaldason Hákonarstöðum, f. 1926.
37