Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 46
Múlaþing
Hallbjarnarstaðatindur í Skriðdal. Ljósmynd: Rán Þórarinsdóttir.
Goðaborg við Fannardal
íNorðfirði (1132 m)
Hæsti hnjúkur í fjallgarðinum milli Norð-
fjarðar og Mjóafjarðar, líka nefnd Goða-
borgartindur. Goðaborg þessi er þyrping af
steindröngum efst á svonefndum Goðaborg-
arflám.15
Goðaborgir eða Goðatindur
við Oddsskarð (912 m)
Goðadalur og Goðavík eru staðir við norð-
anverða strönd Reyðarfjarðar og er talið
að þar uppi á fjallinu hafi verið Goðaborg.
Tveir nokkuð háir og tignarlegir klettahnjúkar
utanvert við Hólmaháls hafa líklega heitið
Goðaborgir til foma.16
Goðaborg eða Goðaborgarfjall
hjá Dölum í Fáskrúðsfirði (1000 m)
Við norðanverðan Fáskrúðsfjörð fyrir ofan
bæinn Dali heitir Goðaborg.17 Um hana em
engar þekktar sagnir.18
Hoffell í Fáskrúðsfirði (1092 m)
Rétt fyrir innan Búðaþorp, upp af bænum
Kirkjubóli er formfagurt ijall sem kallað
er Hoffell sem sagt er að hafi verið helgað
goðum. Það er kennt við hof sem var á Kirkju-
bóli til forna.19
Goðaborg við Hoffellsdal
í Fáskrúðsfirði (987 m)
Fyrir innan Hoffell, fyrir botni dalsins upp af
Kirkjubóli, er sagt að sé klettur líkur kistu í
lögun. Þar er líka Goðaborg og skilur sund á
milli hennar og fjallsins.20
Goðaborg á Hallbjarnarstaðatindi
í Skriðdal (1146 m)
Goðaborg eða Goðahof heitir klettur í norð-
anverðum Hallbjamarstaðatindi í Skriðdal.
Tilsýndar frá þjóðvegi er klettur þessi líkastur
húsi í laginu, en sagt er að þar hafí verið
goðahof Hallbjamar, hins fyrsta bónda á Hall-
bjamarstöðum. Þegar Hallbjörn sá fyrir dauða
sinn fyllti hann ketil mikinn af gulli og faldi
norðan í ijallinu. Hleypti hann síðan skriðu
úr fjallinu ofan á ketilinn og er þar enn fé
þetta. Því næst lagði hann tvær jámstengur
yfir gjá sem klýfur tindinn í tvennt og hengdi
hofsklukkumar á aðra en lykilinn að hofínu á
hina. Lét hann svo um mælt að enginn skyldi
komast í hofíð, né ná fénu fyrr en hann hefði
náð lyklinum.21 Kvað Hallbjöm ennfremur
að það myndi seint verða því jafnan skyldu
Stefán Einarsson 1997, 24
Sigfús Sigfusson 1932, 87
Sigfús Sigfússon 1932, 88
Stefán Einarsson 1997, 24
19 Stefán Einarsson 1997, 24
20 Sigfús Sigfússon 1932, 88
21 Sigfús Sigfússon 1932, 84
44