Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 50
Múlaþing
Goðaborg er á Reyðarártindi íLóni sem beryfir Eystra-Horn og Hvalnesjjall. Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson.
Goðaborg á Reyðarártindi í Lóni (801 m)
Enn ein Goðaborg er uppi á Reyðarártindi í
Lóni, fallegur klettastapi sem sagt er að hafi
verið hof. Sú saga tengist klettinum að stúlka
villtist í smalamennskum upp á tindinn og
kom að húsi sem hún taldi veglegt hof. Stóð
þar lykill í skrá og mikill koparhringur í hurð-
inni. Greip stúlkan fyrst í lykilinn en gat ekki
opnað. Tók hún þá í hringinn sem losnaði úr
hurðinni. Varð stúlkan þá hrædd, en hét því
að gefa kirkjunni á Stafafelli hringinn ef hún
rataði heim. Eftir heitstrengingar sínar rataði
stúlkan greiðlega heim og var hringurinn góði
lengi í hurð Stafafellskirkju, en mun nú vera
geymdur á Þjóðminjasafni.35
Goðaborg í Hoffellsfjöllum
í Hornafirði (1425 m)
Stór og mikill klettur langt uppi í Hoffells-
Ijöllum ber nafnið Goðaborg, líkust húsi í
lögun og umlukin jökli. Borgin sést víða að,
en sagt er að þar sé hof sem standi opið á
hvítasunnunótt, en landvættir verji og haldi
yfir því huldu á öðrum tímum36 Borgin er efst
eða vestast í Goðahrygg. Hún sést einna best
þegar horft er inn eftir Skyndidal í Lóni, til
dæmis frá brúnni yfir Jökulsá í Lóni.37 Þama
hafa þau goð sem flúðu eða var úthýst úr
byggðum átt ömggt vígi því borgin er þver-
hníptur klettur eða hamar og slétt að ofan.38
Sú saga er tengd borginni að smali frá
Hoffelli elti þangað stygga sauði á hvíta-
sunnunótt og kom þangað við sólarupprás.
Sá hann þá að hún var hið veglegasta hof.
Stóð þar mikið naut í dyrunum og varði inn-
ganginn og mikið af viðarlaufum umhverfis.
Þótti smalanum jörðin ganga í bylgjum og óð
hann sand í ökkla. Þegar hann hafði sigrað
sauðina hellti hann sandinum úr skóm sínum
35 Sigfús Sigfússon 1932, 88
36 Sigfús Sigfússon 1932, 89
37 Stefán Einarsson 1997, 25
38 Hjörleifúr Guttormsson 1974, 63
48