Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 59
Sjómenn í skeljafjöru
Skeljaþróin í Ytri-Gleðivík við Djúpavog. Heimild: Þórarinn Gústafsson. Ljósmynd: Ingimar Sveinsson.
loðnunni. Tók þá við það tímabil sem nefnt
hefur verið sumarvertíð.
Voru sumstaðar beittar línur og lagðar á
fiskislóðum frá sjávarþorpum á Austljörðum
og líklega víða um land. Það munu einhverjir
hafa reynt á Djúpavogi, þó að flestir hafi
líklega haldið sig við handfæraveiðina.
Það var oft dauft yfir handfærafiskinum
í júnímánuði. Handfærið á þessum árum
var merkilegt veiðarfæri og mun nú flestum
gleymt. Það var strengur úr hampi (snæris-
færi) 60-80 faðmar á lengd. Neðan í því var
þung blýsakka og járnteinn (ás) í gegnum
sökkuna. Taumar voru bundnir á enda ássins
og á þeim stórir handfæriskrókar. Á krók-
unum var steyptur blýfiskur. Sumir bundu
línuöngul neðan í annan handfæriskrókinn
og beittu hann (oftast með ljósabeitu). Hann
var kallaður svikari. Nælonfærum kynntist
ég fyrst þegar ég skrapp á sjó með Olafs-
firðingum vorið 1953.
í júlí fór handfærafiskur oft að gefa sig
til fyrir utan Ystaboða, úti í Rifi og úti í
Brún. Menn skruppu að Hvítingum og þeir,
sem réðu yfir stærri bátum fóru jafnvel vestur
að Hálsum eða norður að Langanesi.
Þá er ég kominn að því að minnast þeirra
skeljatökumanna, sem mér eru minnisstæðir
og höfðu mikil og góð samskipti við fólkið í
Hálsþorpinu á árunum um 1930-50. Oft komu
þessir menn færandi hendi með nýveiddan
steinbít, lúðulok eða annað hnossgæti.
Frændi okkar, Antoníus Jónsson í Núps-
hjáleigu, skrapp stundum heim að Hálsi úr
skeljafjörunni ásamt sonum sínum tveimur,
Jóni og Sigurði. Bróðir Antoníusar var Sigurður
í Mörk á Djúpavogi. Bátur Sigurðar í Mörkhét
Huginn. Þann bát hafði hann sjálfur smíðað.
Á þessum árum var vegleysa í kringum
Berufjörð og því stundum leitað til Sigurðar
í Mörk, ef skreppa þurfti yfir fjörðinn, en hann
var allra manna greiðviknastur.
Af Stöðfirðingum er mér Þórður Magnús-
son á Einarsstöðum sérlega minnisstæður.
Faðir minn og hann voru góðir kunningjar.
Höfðu unnið saman fyrr á árum, sennilega
bæði við beitningar og heyskap. Þórður
kom ævinlega heim að Hálsi og bar oft á
57