Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 64
Múlaþing
Stjórn ogframkvœmdastjóri Kaupfélags Héraðsbúa í vinnustaðaheimsókn á Borgarfirði eystri árið 1984. Úrsafni
Austra.
Reykjavíkur, Ljósmyndasafns Akraness og
Ljósmyndasafns ísafjarðar og líka út fyrir
landsteinana. FotoStation tryggir utanumhald
og leitarbæmi í ljósmyndasöfnunum, er einfalt
og skilvirkt og þá er til vefviðmót sem bæta
má við svo hægt sé að birta ljósmyndirnar
á vefnum. Jafnffamt var aflað upplýsinga
um viðurkennda staðla sem notaðir em við
skráningu ljósmyndasafna, gæði skönnunar
og varðveislu myndanna til framtíðar.
Undir lok árs 2011 var sótt um framhalds-
styrk til Mennta- og menningarmálaráðu-
neytis. Varð niðurstaðan sú að verkefnið fékk
15 milljónir krónar á ljárlögum ársins 2012
og skiptist sú upphæð jafnt milli safnanna
þriggja. Söfnunum tókst einnig, hverju fyrir
sig, að tryggja viðbótarijármögnun heima í
héraði. í tilfelli Héraðskjalasafns Austfirðinga
fékk verkefnið fjárframlag frá Fljótsdals-
héraði, líkt og var raunin árið 2011.
Skönnun og skráning ljósmynda
Við gerð verkáætlunar fyrir árið 2011, sem
söfnin gerðu sameiginlega haustið 2010, var
gert ráð fyrir að skanna 60.000 myndir og
skrá 40.000 myndir á árinu 201 f. Niðurstaðan
varð sú að 82.570 myndir vom skannaðar og
41.056 myndir skráðar. I samræmi við reglur
Mennta- og menningarmálaráðuneytisins
gerðu skjalasöfnin með sér samstarfssamning
í upphafí árs 2012. Þar em endurmetin mark-
mið um skönnun og skráningu mynda:
1. Skanna átti 60.000 myndir, þ.e. 20.000
myndir á hverju safni á árinu 2012. Þá yrði
heildarfjöldi skannaðra mynda komin í
140.000 myndir í árslok, þ.e. rúmlega 20.000
fleíri er gert var ráð fyrir í upphaflegri verk-
áætlun. En á árinu 2011 voru 82.570 ljós-
myndir skannaðar. Astand filma og pappírs-
kópia ræður mestu um afköst við skönnun
mynda.
62