Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 65
Austfirsk menning í Ijósmyndum
Lilja Óladóttir frá Merki að mjólka kúna í Sœnautaseli. Mynd tekin 1998. Ljósmyndari: Sigurður Aðalsteinsson.
2. Skrá átti 40.000 myndir, þ.e. rúmlega
13.000 myndir á hverju safni. Þá yrði heildar-
fjöldi skráðra mynda um 80.000 við árslok
2012, en 41.056 myndir voru skráðar árið
2011 - 1.056 umfram áætlun. Astand mynda,
aldur og heimildavinna hverskonar ræður
mestu um gæði skráningar og hve miklum
tíma þarf að vetja til hennar.
Samkvæmt upplýsingum frá Ingu Láru
Baldvinsdóttur forstöðukonu Ljósmyndasafns
Islands í Þjóðminjasafninu, viðmiðunartölum
frá Þjóðminjasafni sem og úr erlendri úttekt,
er áætlað að starfsmaður í 100% starfi skanni
og skrái 3.960 ljósmyndir á ársgrundvelli.
Mismunurinn á þessari tölu og afköstum í
héraðsskjalasöfnunum þremur er því umtals-
verður. Hann má skýra með tvennum hætti.
í fyrsta lagi má nefna staðþekkingu þeirra
sem vinna að skráningu í skjalasöfnunum,
greiðu aðgengi að ljósmyndurum, ættingjum
þeirra og íbúum á hverjum stað. Þeir ein-
staklingar sem koma að skráningu myndanna
em einnig traustir heimildamenn. Þá er allri
myndvinnslu, s.s. viðgerð á myndum, haldið
í lágmarki. Bæði afköst og gæði þeirrar vinnu
sem unnin hefúr verið í héraðsskjalasöfnunum
í þessu verkefni er til fyrirmyndar. Þegar lögð
er saman vinna þeirra tveggja ára sem liðin
em síðan verkefnið hófst má sjá að markmið
hafa náðst og gott betur. Þar má einkum þakka
verkkunnáttu og reynslu starfsmanna sem
starfa að verkefninu. Hún eykur bæði gæði
vinnunnar og afköst.
Tvö safnanna, Héraðsskjalasafn Skag-
firðinga og Héraðsskjalasafn Arnesinga,
settu sér þau markmið að opnaðir yrðu ljós-
myndavefir á árinu 2012, en Héraðsskjalasafn
Austfirðinga ákvað að bíða með þá fram-
kvæmd en láta reglulegar ljósmyndasýningar
á vefsíðu safnsins duga, auk heimsókna á
ýmsa þéttbýlisstaði í fjórðungnum til að sýna
63