Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 69

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 69
Austfirsk menning í Ijósmvndum á hverjum stað gerðu einnig sitt til að gera sýningarnar að veruleika, t.d. voru sveitar- félögin Héraðsskjalasafninu innan handar varðandi húsnæði og tækjabúnað fyrir sýn- ingar. A öllum stöðunum söfnuðust upplýs- ingar varðandi einstakar myndir í sýning- unum, en af slíkum upplýsingum er mikill fengur til að bæta skráningu mynda. Markmið ljósmyndaverkefnisins hefurfrá byrjun verið að setja upp sérstaka ljósmynda- vefí með því myndefni sem skannað hefur verið og skráð í verkefninu. Héraðsskjalasafn Skagfírðinga reið á vaðið með opnun ljós- myndavefs á vordögum 2012 (http://www. skagafjordur.is/myndir). Slíkir vefír eru gjör- breyting þegar kemur að aðgengi almennings að ljósmyndum safnanna. Mikil ánægja er meðal heimamanna með ljósmyndavefinn og ekki síður meðal brottfluttra Skagfirðinga sem nú geta aðstoðað við skráningu ljósmynda í heimabyggð. Vefurinn er enn í þróun m.t.t. þess að bæta aðgengi enn frekar, einfalda leit í einstökum myndasöfn og/eða þvert á fleiri söfn. HéraðsskjalasafnÁmesingaopnar ljósmyndavef áþessu ári og Héraðsskjalasafn Austfirðinga stefnir á að opna sinn ljósmynda- vef á komandi hausti. Rætt hefur verið um möguleika á því að reka sameiginlegan ljósmyndavef, en rekstar- fyrirkomulag héraðsskjalasafnanna þriggja torveldar það. í dag standa átján sveitarfélög að rekstri þessara þriggja héraðsskjalasafna (átta standa að Héraðsskjalasafni Austfírð- inga, átta að Héraðsskjalasafni Árnesinga og tvö að Héraðsskjalasafni Skagfirðinga). Lokaorð Hér hefur verið fjallað um ýmis atriði varð- andi yfirstandandi verkefni þriggja héraðs- skjalasafna við skönnun, skráningu og birt- ingu ljósmynda. Á þeim tveimur árum sem verkefnið hefur staðið hefur það sannað gildi sitt á margvíslegan hátt og mikilvægt er að því verði fram haldið. Af nógu er að taka og sífellt bætist við. Ljósmyndir eru menn- ingarverðmæti sem fanga augnablik og veita innsýn í liðinn tíma. Eftir að myndavélar urðu almenningseign uppúr miðri 20. öld jókst myndamagn gríðarlega. Allar þær myndir munu þó ekki skila sér inn á söfn. En jafn- vel þó aðeins lítill hluti þeirra verði afhentur söfnum þá mun það skapa mikla vinnu við skönnun og skráningu. Þá eru stafrænu myndir- nar ótaldar, en margir hafa lýst áhyggjum af framtíðar varðveislu þeirra. Haustið 2012 tókst aðstandendum ljós- myndaverkefnsins að tryggja fjármögnun þess fyrir árið sem nú er að líða. Verkefnið heldur því áfram þriðja árið. Sem fyrr kemur megin fjárframlag til þess af fjárlögum ríkisins en í ár fær Héraðsskjalasafn Austfirðinga viðbótar- framlag frá sveitarfélögunum Fljótsdalshreppi og Fljótsdalshéraði. Það var afar mikilvægt að takast skyldi að tryggja áframhaldandi rekstur verkefnsins. Af nægu er að taka þegar kemur að myndefni til að skrá og skanna. I ár verða líka tímamót í verkefninu en á haustdögum er stefnt að opnun ljósmyndavefs á vegum Héraðsskjalasafns Austfirðinga, en á honum verða birtar myndir sem skannaðar hafa verið og skráðar í verkefninu. Ef marka má reynslu annarra sem opnað hafa sambærilega vefi má gera ráð fyrir að þetta framtak muni vekja athygli enda sýnir reynslan okkur að áhugi fólks á myndefni er mikill. Ég vil að lokum, fyrir hönd Héraðsskjala- safns Austfirðinga, þakka þann fjárhagslega stuðning sem verkefnið hefur fengið. Án stuðnings ríkis og sveitarfélaga hefði þetta þarfa verkefni ekki orðið að veruleika. Eins er ærin ástæða til að þakka þeim sem á undan- fömum árum hafa afhent myndasöfn til varð- veislu og einnig þeim fjölmörgu sem hafa lagt okkur lið við að bera kennsl á myndefni og hvatt okkur til dáða að halda starfmu áfram. 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.