Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 78

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 78
Múlaþing Gunnlaugs þar innfrá, Ijarri öllum bæjum. Þú ræður fram úr þessu sjálfur, ég hef sagt þér hvað þarf að gera og hvað mér fmnst.“ Þorkell hellti svo full drykkjarílátin og sagði. „Við skulum drekka í botn, það er gott fyrir svefninn.“ Daginn eftir fór Einar heim. A tilsettum tíma barst Einari bréf Þor- kels, sem veitti upplýsingar um ferðir Gunn- laugs inn í Hrafnkelsdal. Einar vissi um tvo vinnumenn í Fljótsdal, sem ætti að vera hægt, að kaupa í svona verk. Annar þeirra var rauðhærður spjátrungur, varla tvítugur, með sofandi samvisku, en vildi gera hvað sem var fyrir peninga. Hinn maðurinn var um fertugt, saman rekinn og sterkur, en svo illa innrættur að margir töldu hann ekki heilan á geði með köflum. Hingað kom hann í vinnumennsku af Suðurlandi og fylgdi sá orðrómur að hann hefði drepið mann ofltar en einu sinni, en alltaf sloppið við dóm, vegna ónógra sannana. Eftir mikið sálarstríð, fékk Einar þessa tvo vinnumenn lánaða, en gaf sínu vinnufólki frí í nokkra daga. Enginn vissi að þeir fóru að heiman, nema móðir Einars og svo vildi til, að enginn kom á meðan þeir voru í burtu. Þessir vinnumenn komu þegar dimmt var orðið, og þá var lagt af stað. Snjólaust var í Fljótsdal en svellglottar hér og þar, en þeir urðu að láta myrkrið skýla sér framhjá öllum bæjum, þótt hnotgjarnt væri fyrir þá í myrkrinu. Betra var uppi á heiðinni, þar var gott gönguleiði á hjami. Þeim sóttist því ferðin vel eftir harð- fenninu, því skíma var af tungli. Daginn eftir leyndust þeir í Hrafnkelsdal. Einar og strákurinn voru austanvert í dalnum en karlinn fór vestur yfir ána og faldi sig innar í dalnum, skammt fyrir innan hrossahópinn. Brátt sjá þeir til ferða Gunnlaugs og stefnir hann á hólinn, sem karlinn felur sig á bakvið. Gunnlaugur sest niður og tálgar spýtu, hann syngur og virðist glaður að vera einn í dalnum. Einar sér karlinn læðast að Gunnlaugi og vonar að þetta taki fljótt af, en á sama andar- taki og karlinn ætlar að reka hnífínn í Gunn- laug, sprettur hann upp og stekkur til hliðar. Karlinn greip þá upp prikið sem Gunnlaugur hafði misst og braut það í tvennt. Einari fmnst nú vandast málið og hugsar ergilegur. Því gat ekki mannskrattinn drepið Gunnlaug strax, eins og hann átti að gera. Ég hafði aldrei hugsað mér að gera það sjálfur, en núna er hann búinn að sjá okkur og má ekki sleppa. Einar og strákurinn hlaupa í veg fyrir hann. Þeir læðast að honum úr öllum áttum, hann hefur ekki ráðmm til að flýja, þeir em allstaðar. Gunnlaugur hendir að þeim grjóti svo þeir verða að hörfa frá. Einari líkar illa að þetta skuli vera orðið öðmvísi en ráðgert var og sýnist að Gunn- laugur muni brátt sleppa frá þeim. Allt í einu skilur hann að Gunnlaugur er að ná forskoti til að stökkva norður af barðinu og þá er hann sloppinn á hlaupum út dalinn. Einar hleypur til og stekkur í veg fyrir Gunnlaug norður af barðinu, hann nær í hann en Gunnlaugur losnar, þá er sá rauðhærði fyrir og Gunn- laugur sleppur líka frá honum og hleypur áfram. Þá nær karlinn honum en missir hann afltur. Einar veit samt að Gunnlaugur þreytist og mæðist, hann er einn en þeir eru þrír sem stökkva alltaf í veg fýrir hann. Það er samt engu líkara en ógemingur sé að festa hendur á þessum manni. Þeir em allir orðnir móðir og þreyttir sem sækja að honum. Einari tekst loksins að ná taki á Gunnlaugi. „Nú skalt þú ekki sleppa,“ hvæsir hann og ræðst á Gunn- laug af mikilli heift. „Þú færð aldrei Sólveigu, þótt þú drepir mig,“ segir Gunnlaugur. Einar svarar: „Hún mun hvorki frétta né trúa að ég hafí drepið þig, aldrei mun það vitnast.“ Þeir fljúgast á upp á líf og dauða. Þó Gunnlaugur sé liðugur og snöggur í hreyfingum, er hann mjög tekinn að mæðast. Einar er sterkari og þegar honum tekst loksins að hafa Gunnlaug undir, ætlar hann að stinga hnífnum í hann. Gunnlaugi tekst ennþá að halda frá sér hnífnum, hann horfir fast í augun á þessum manni og spyr: „Af hverju ætlarðu 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.