Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 83

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 83
Gunnlaugsbani - draumur áttum, hvort hann ætti að leggja strax af stað með hestana, eða setjast niður smá stund. Það var tvennt sem hann hafði sérstaklega gaman af, það var að syngja og skera út. Það freistaði hans ákaflega að nota stundina, því hann fékk sjaldan tækifæri til þessara áhuga- mála. Gunnlaugur settist niður og hugsaði að lítil stund gæti ekki skipt máli, hann ætlaði að passa það að gleyma sér ekki núna. Hann naut augnabliksins og söng, frjáls og glaður. Það var yndisleg íjallakyrrð í dalnum, það eina sem heyrðist var frísið í hestunum. Hann einbeitti sér að því að skera út prikið, það var ætlað Sólveigu. Nú var allt farið að líta betur út fyrir þeim, fyrst faðir hennar var orðinn honum vinveittur. Þetta hlaut allt að fara vel. Sólveig ætlaði að setja föður sínum úrslitakosti í vor, ef hann vildi þá ekki sam- þykkja giftingu þeirra, færu þau bæði í burtu. Gunnlaugur gat varla trúað því að svo ótrúlega mikil hamingja biði hans að Sólveig, sem bar af öllum með andlegt og líkamlegt atgerfi, hefði gefíð honum einum alla ást sína. Hún sagðist hafa vorkennt Einari í Görðum, þegar faðir hennar bauð honum í heimsóknina í haust til að koma þeim saman, en hann myndi varla koma aftur. Hún sagðist ekkert hafa út á Einar að setja, en engar tilfinningar bera til hans heldur. Þess vegna yrði hún alltaf hrædd þegar hann horfði á hana þessu hungraða augnaráði. Gunnlaugur heyrði skrjáfa í grasinu rétt hjá sér og stökk á fætur, hann hafði víst gleymt sér núna og naumlega bjargað lífi sínu með því að bregða svo fljótt við. Það hafði læðst að honum morðingi með hníf og engu mátti muna að hann lægi þama dauður. Maðurinn er stór og kraftalegur, en fádæma illilegur á svipinn. Gunnlaugur verður svo undrandi, að hann starir um stund á þennan ókunna mann og skilur ekki hvað um er að vera. Maðurinn tekur upp prikið sem Gunnlaugur hafði misst og brýtur það í tvennt. Þá hleypur Gunnlaugur af stað. Þegar hann sér Einar í Görðum, skilur hann allt. Þeir hafa setið fyrir honum til þess að drepa hann. Þorkell hefur lagt á ráðin af því honum mistókst sjálfum að ráða hann af dögum. Hann hafði blekkt þau með glaðlegu og góðu viðmóti, ef honum tækist ekki að sleppa, yrði Sólveig látin giftast morðingja hans, án þess hún vissi. Honum hafði fundist veröldin góð og fögur fyrir andartaki, en það hafði verið blekking. Þetta var grimmur og harður heimur, tueð svikum og undirferli. Kannski var það orðið of seint fyrir hann að vita það fyrst núna. Þeir vom þrír sem sóttu að honum með hnífa og vömuðu honum að geta hlaupið út dalinn. Þeir spruttu upp alstaðar og alltaf var einhver að koma aftan að honum. Gunnlaugur reif upp grjót og kastaði að þeim til að halda þeim ijær. Hann mæddist mjög á grjótkastinu og þegar hann sá að einn þeirra var horfinn, stökk hann norður af barðinu til að hlaupa áfram út eftir dalnum. Þá spratt sá horfni upp fyrir framan hann, áflog, hlaup áfram, annar maður, áflog og hlaup. Þegar Einar nær honum er Gunnlaugur orðinn svo móður að hann á erfitt með að tala, og halda frá sér hnífnum þegar Einar ætlar að stinga hann. Gunnlaugur reynir að tala fyrir lífi sínu, hann er líka að blása mæðinni og safna örlitlu þreki til þess að reyna að koma vitinu fyrir þá. Smá hik á þessum mönnum gæti nægt honum til þess að sleppa frá þeim. Hann hefur ekki gert þeim neitt nema að vera til, sárasti óréttur er að vera sviptur lífinu. Einar hlustar en hikar við að taka ákvörðun, vill heyra álit fylgdarmanna en þeir þurrka út lífsvon hans. Gunnlaugur hreyfir sig snöggt, hnífurinn lendir í handlegg Einars og hann sleppur, en ekki nema andartak. Karlinn sem ætlaði að drepa hann í upphafi, nær honum strax, og svo ráðast þeir báðir á hann djöfulóðir með hnífana. Sársauki, örvænting, ólýsanlegar kvalir og svo verður allt dimmt, en sárast af öllu er að Sólveig fær kannski aldrei að vita hverjir gerðu honum þetta. Gunnlaugur sér 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.