Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 87
Halldór Vilhjálmsson
Af Héraði og vestur um haf
Um íslensk ættartengsl Austmann-fjölskyldunnar í Kanada
r
Islendingar héldu þjóðhátíð árið 1874 og
minntust þá þúsund ára byggðar í landinu.
Þessari hátíð tengdust vissar vonir um
bjartari framtíð, vonir um bættan efnahag
eyþjóðarinnar, um aukið lýðfrelsi og framfarir,
um nauðsynlegustu framkvæmdir í verklegum
efnum; vonir um betri lífskjör alls almenn-
ings. Christian IX konungur í Danmörku
færði íslenskum þegnum sínum þá sérsniðnu
stjórnarskrá sem menn eru nú um stundir að
hnotbítast um, en Matthías Jochumsson fletti
upp í Davíðssálmum og ákallaði hástöfum
Guð vors lands, hvers lýður skyldi í auðmýkt
falla fram á ásjónu sína að austurlenskum sið,
kvaka og þakka mikla miskunnsemi Drottins
og stjórn danskra drottnara.
Árið eftir, 1875, að undangengnum snörp-
um jarðhræringum, gaus Askja með látum;
gerði þá mikið öskufall á Norður- og Austur-
landi og varð af umtalsverð gróðureyðing.
Ekki urðu þessar náttúruhamfarir til að glæða
vonir manna um betri lífsskilyrði. Nær hálfum
öðrum áratug síðar orti Matthías annað kvæði
um ísland samtímans, „Volaða land“, sem
síðan birtist árið eftir í Vesturheimsblaðinu,
í því kvæði er dregin upp skuggaleg mynd af
ástandinu á síðustu áratugum 19. aldar.
Ástandið í þá daga var vissulega ekki
sem best, atvinnuvegir einhæfír, framförum
í verklegum efnum miðaði hægt, varanleg hús
voru þá aðeins örfá í landinu, svo til engar
brýr, vegir nær engir, engin teljandi hafnar-
mannvirki. Þjóðin hafðist við í þröngum,
ótraustum torfbæjum og almenningur bjó
við sárustu fátækt eða öllu heldur örbirgð og
hafði barist þannig mann fram af manni við
það eitt að skrimta, hafa nokkum veginn í sig
og á; menn máttu svo oftast um miðjan aldur
deyja drottnara sínum jafn snauðir og forfeður
okkar og formæður á öldum áður.
Seint á 19. öld var þjóðarhagur þó hægt
og bítandi tekinn að þokast aðeins til betri
vegar, reyndar voru nokkur straumhvörf að
verða í þjóðmálum á þeim áratugum og Island
loks að komast á framfarabraut. En mörgum
fannst þó að framfarir allar gengju ofurhægt
og landið byði alls ekki upp á mannsæmandi
lífskjör, því fátækt allrar alþýðu manna var
þá enn þrúgandi og ýmsir teknir að skoða
aðstæður sínar í nýju ljósi og leiða hugann
að því, hvað þeim mætti til bjargar verða út
úr viðvarandi vítahring fátæktar og frum-
býlingsháttar.
Á þessum ámm lá stríður straumur fátæk-
linga frá Evrópulöndum vestur um haf til
85