Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 87
Halldór Vilhjálmsson Af Héraði og vestur um haf Um íslensk ættartengsl Austmann-fjölskyldunnar í Kanada r Islendingar héldu þjóðhátíð árið 1874 og minntust þá þúsund ára byggðar í landinu. Þessari hátíð tengdust vissar vonir um bjartari framtíð, vonir um bættan efnahag eyþjóðarinnar, um aukið lýðfrelsi og framfarir, um nauðsynlegustu framkvæmdir í verklegum efnum; vonir um betri lífskjör alls almenn- ings. Christian IX konungur í Danmörku færði íslenskum þegnum sínum þá sérsniðnu stjórnarskrá sem menn eru nú um stundir að hnotbítast um, en Matthías Jochumsson fletti upp í Davíðssálmum og ákallaði hástöfum Guð vors lands, hvers lýður skyldi í auðmýkt falla fram á ásjónu sína að austurlenskum sið, kvaka og þakka mikla miskunnsemi Drottins og stjórn danskra drottnara. Árið eftir, 1875, að undangengnum snörp- um jarðhræringum, gaus Askja með látum; gerði þá mikið öskufall á Norður- og Austur- landi og varð af umtalsverð gróðureyðing. Ekki urðu þessar náttúruhamfarir til að glæða vonir manna um betri lífsskilyrði. Nær hálfum öðrum áratug síðar orti Matthías annað kvæði um ísland samtímans, „Volaða land“, sem síðan birtist árið eftir í Vesturheimsblaðinu, í því kvæði er dregin upp skuggaleg mynd af ástandinu á síðustu áratugum 19. aldar. Ástandið í þá daga var vissulega ekki sem best, atvinnuvegir einhæfír, framförum í verklegum efnum miðaði hægt, varanleg hús voru þá aðeins örfá í landinu, svo til engar brýr, vegir nær engir, engin teljandi hafnar- mannvirki. Þjóðin hafðist við í þröngum, ótraustum torfbæjum og almenningur bjó við sárustu fátækt eða öllu heldur örbirgð og hafði barist þannig mann fram af manni við það eitt að skrimta, hafa nokkum veginn í sig og á; menn máttu svo oftast um miðjan aldur deyja drottnara sínum jafn snauðir og forfeður okkar og formæður á öldum áður. Seint á 19. öld var þjóðarhagur þó hægt og bítandi tekinn að þokast aðeins til betri vegar, reyndar voru nokkur straumhvörf að verða í þjóðmálum á þeim áratugum og Island loks að komast á framfarabraut. En mörgum fannst þó að framfarir allar gengju ofurhægt og landið byði alls ekki upp á mannsæmandi lífskjör, því fátækt allrar alþýðu manna var þá enn þrúgandi og ýmsir teknir að skoða aðstæður sínar í nýju ljósi og leiða hugann að því, hvað þeim mætti til bjargar verða út úr viðvarandi vítahring fátæktar og frum- býlingsháttar. Á þessum ámm lá stríður straumur fátæk- linga frá Evrópulöndum vestur um haf til 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.