Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 88
Múlaþing
Skálholt, býli Jóns Austmanns og Guðlaugar við Islendingafljót. Myndfengin úr Icelandic River Saga.
Bandaríkjanna og Kanada; þarlend stjómvöld
greiddu á ýmsan hátt götu evrópskra inn-
flytjenda, m.a. með sérstakri fjárhagsaðstoð,
úthlutun á ókeypis landi til ræktunar og
ókeypis flutningi á landnemum frá austur-
ströndinni inn á miðlæg landsvæði þessarar
feiknalega víðlendu álfu.
Allt frá því um 1870 voru hlutfallslega
margir íslendingar teknir að hugsa sér til
hreyfmgs burt úr örbirgð og stöðnun á Islandi,
vestur um haf á vit betri framtíðar í Vestur-
heimi. Á Fljótsdalshéraði, í Vopnafirði og
víðar á Austurlandi tóku á þessum ámm æ
fleiri þá erfíðu ákvörðun að flytja af landi brott
og búa sér og sínum nánustu betri lífskjör til
frambúðar en þau sem þá buðust á Islandi.
Einn þeirra mörgu sem þá hvarf úr landi
með ijölskyldu sína var Jón Jónsson Aust-
mann frá Geitavíkurhjáleigu í Borgarfirði
eystra. Jón Jónsson Austmann var fæddur í
Bót árið 1840, sonur hjónanna Jóns Jónssonar
og Margrétar Jónsdóttur í Bót, en þau vom af
merkum austfirskum bænda- og prestaættum.
Faðir Jóns Austmanns, Jón Jónsson yngri,
var oddviti Hróarstungu, sonur Jóns litla Galta
frá Galtastöðum fram og konu hans Olafar
Bjarnadóttur frá Beinárgerði á Völlum. Jón
litli Galti var sonur hjónanna Jóns Þorvarð-
arsonar á Miðhúsum (f. 1730) og Halldóru
Jónsdóttur Pamfíls (f. 1718), en Jón Pamfíll
var sonur Jóns Sigurðssonar á Ketilsstöðum
(f. 1659).
Móðir Jóns Austmanns var Margrét dóttir
Jóns Jónssonar eldra í Bót og konu hans Þór-
unnar Eiríksdóttur, en foreldrar Þórunnar vom
hjónin Eiríkur Hallsson (f. 1741) og Ingi-
björg Sigurðardóttir á Stóra-Steinsvaði. Jón
Jónsson eldri var einnig á sínum tíma oddviti
sveitarfélagsins; hann var sonur síra Jóns
Stefánssonar prests í Vallanesi (1739-1783 )
og Gróu konu hans, dóttur síra Eiríks Einars-
sonar á Kolfreyjustað. Síra Jón í Vallanesi
86