Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 100

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 100
Múlaþing Mannskilningur og lífsviðhorf Stefáns sjálfs koma vitaskuld fram í þessum skrifum hans um samtímabókmenntimar og miklu skýrar en í yfirlitsritum og því sem hann skrifar um bókmenntir fyrri tíma. Stefán var fjarri Islandi í hinum hörðu hugmyndafræðilegu átökum kreppu- og styrjaldaráranna seinni, stóð alveg utan við flokkadrætti heima og var ósnortinn af þeim ástríðum sem segja má að sprottið hafi af samblandi stéttaátaka, þjóðemishyggju og pólitískrar hugmyndafræði. En hann var líka jarðbundnari alþýðumaður en svo að hann gæti hrifist af þeirri fornaldarhyggju og upphafningu sveitamenningarinnar sem gætti stundum hjá lærifeðram sem hann dáði mjög, Sigurði Nordal og Guðmundi Finnbogasyni, svo ekki sé minnst á rithöfundinn Guðmund Friðjónsson. Þar komu líka til mótvægis áhrif vina hans, Þórbergs og Halldórs Kiljans. I greininni um Einar H. Kvaran fjallar Stefán um hvemig sannfæring manna birtist í ólíkum myndum: sumir trúa fast og ævilangt á það sem þeim hefur verið kennt, sannfæring þeirra er ósveigjanleg, óumbreytanleg tregða; aðrir verða gripnir einhvers konar trúarsann- færingu, sterkri tilfínningu sem gagntekur manninn og sleppir ekki tökum á honum hvað sem á gengur. Síðan segir hann: Svona trú skapar píslarvotta: menn deyja fyrir málstað sinn. Suma gerir hún að verðmætum pólitískum leiðtogum, aðra að ágætum vísindamönnum, enn aðra að sérvitringum. En flest öllum þessum mönnum ljær hin sterka tilfinning eigi aðeins staðfestu, heldur einnig kjark til vamar, ef á þá er ráðizt, og hugrekki til árásar, ef um það er að ræða að brjóta hugsjónunum, „sannfæringunni“, braut. Svo bætir Stefán við um Einar, og gæti að hluta verið sjálfslýsing: Þessa sannfæringu hefur Einar vantað, eins og hann líka hefur vantað hina sterku tilfinningu, er að baki liggur. Tilfinning hans hefur aldrei fallið í hinum sterka, en mjóa streng ákafamannanna. Hún hefur verið breið og gmnn eins og fljót á flatlendi. Aðal-áll hennar hefur verið sannleiksástin. Með sannleiksástina að bakhjalli hefur vit Einars vakað yfir skoðunum hans og gerðum. Rólegur hefur hann vegið og metið menn og málefni, áður en hann tók afstöðu til þeirra. Og þótt hann hafi tekið sér stöðu, — eftir langa íhugun, — ... þá hefur hann aldrei lokað augunum fyrir takmörkunum síns eigin sjónarmiðs né réttmæti annarra sjónarmiða (Skáldaþing, bls. 171). Breiddin í viðfangsefnum Stefáns Einarssonar sýnir að hann var laus við einsýna og ástríðu- fulla þörf fýrir að sökkva sér djúpt niður í eitt viðfangsefni, að bindast einni kenningu og velja sér þröngt sjónarhom, sem vissulega getur skapað skarpa sýn. En sannleiksástin og eljusemin réðu því að hann vildi hafa fast undir fótum og draga sínar hófsömu ályktanir af traustum heimildum. Fyrsta sérrit Stefáns um einn höfund var bókin um Þórberg. Þegar Stefán hóf nám við Háskóla Islands 1918 hafði Þórbergur um nokkurra ára skeið sótt þar tíma, var orðinn vel að sér í íslenskum fræðum og sneri sér á þessum áram að orðasöfnun úr alþýðumáli. Stefán vann við Orðabók Sigfúsar Blöndals með náminu, og allt þetta hlaut að leiða þá saman, enda hafa þeir átt skap saman. Kverið sem Stefán birti um Þórberg fimmtugan er í senn afmæliskveðja og fræðirit. Þar era margar ágætar athuganir um verk Þórbergs og skarplegur samanburður á honum og öðrum höfundum, samanburður sem dregur fram einstæða snilld Þórbergs en einnig takmarkanir hans. 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.