Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 121
Sigurður Kristinsson
Frá vetrardvöl í Holti í Fellum
Veturinn 1941-1942 var ég í veturvist
í Holti í Fellura. Þar bjuggu Hall-
grímur Olafsson þar upprunninn
og Elísabet Jónsdóttir frá Hreiðarsstöðum
í Fellum. Böm þeirra vom tvö: Bragi, sem
varð sjö ára um veturinn og Lilja á fjórða
ári. Svo voru þar líka Sveinbjörg Bjamadóttir
móðir Elísabetar og dóttir hennar Anna, sem
giftist síðar Gunnlaugi Eiríkssyni á Setbergi
í Fellum og varð síðari kona hans. Auk þess
var þar um tíma Ingvar Bjömsson, sem var
þarfur við ýmis verk á nokkmm heimilum í
Fellum. Um haustið gróf hann skurði í Holti
og aftur um vorið.
Mín aðalstörf vom að passa kýr og hesta,
sem vom fáir, auk þess að smala og hirða
fé með Hallgrími bónda. Hann hafði um
200 fjár á fóðmm, 180 ær, 20 til 30 lömb og
fáeina hrúta. Allt var féð heldur vænlegt en
fáar kindur mislitar. Lömbin vom í litlu húsi,
sem nefndist Kringluhús. Afost við það var
hlaða af sérstakri gerð og nefndist Kringla.
Var hún hringlaga að gmnnfleti með tveggja
m. háum veggjum en þakið gekk upp í topp
og var með u.þ.b. 45 gráða halla. Undir því
var trégrind með strengþaki ofan á. Slíkar
hlöður vom á nokkmm bæjum á Héraði. Vom
skaftfellskar að uppruna. Fyrsta hlaðan af
þessu tagi mun hafa verið byggð í Mýrdal. í
3. bindi af ritum Daníels Bruun er mynd af
slíkri hlöðu á Hafursá í Skógum. Einnig vom
slíkar hlöður á Rangá í Tungu.
Eg fór ýmsar sendiferðir til næstu bæja,
t.d. með bæjarrekstra inn í Hrafnsgerði, sem
þá var næsti bær. Hestarnir þar héldu sig uppi
í fjalli æðitíma um haustið og þegar þeir fund-
ust, var með þeim hreindýrskálfur, sem hafði
orðið viðskila við móður sína, fundið hestana
og hélt sig með grárri hryssu í hópnum. Notaði
ég oft tækifærið, þegar ég kom inneftir, að
gefa kálfínum auga, þar sem hann var í túninu
með hestunum. Morgun einn seinni hluta
vetrar, þegar bóndinn kom í húsið til að gefa
hestunum, sá hann ekki kálfinn. En þegar
hann kom inn í hlöðuna lá kálfurinn á gólfinu,
uppþembdur og steindauður, hafði troðið sér
inn um hlöðudymar og étið yfir sig af heyinu.
Þá bjuggu í Hrafnsgerði Hannes Sigurðsson
og Bergljót systir hans. Móðir þeirra Þuríður
Hannesdóttir var þar og mun hafa talist fyrir
búinu. Einnig var í heimilinu Hallgrímur
sonur Þuríðar og sá hún fyrir honum. Hann
var lamaður fýrir neðan mitti og einnig farinn
að missa mátt í handleggjum og höndum. Mér
var sagt að lömun hans ágerðist heldur. Er mér
minnisstætt að hann vildi gjaman tala við mig,
119