Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 123
Frá vetrardvöl í Holti í Fellum
við Kelduá, sem var enn mórauð þótt mikið
hefði sett úr henni, eftir því sem mér var sagt.
Á eyrum móts við Arnaldsstaði hittum við
Erling Sveinsson bónda á Víðivöllum fram.
Hann vissi um hestinn í stóði á grundum litlu
innar. Okkur gekk vel að ná honum og reynd-
ist hann vel taumvanur. Þama á grundunum
gaf á að líta viðurstyggð eyðileggingarinnar
af völdum náttúruaflanna. Voru skriðumar
i Múlanum seytján og náðu sumar ofan frá
brún og niður í Kelduá og voru báðum megin
bæjar á Arnaldsstöðum, jarðvegur skafinn
niður í berar klappir og allt var kafið í aur
og leðju með ánni alveg út að Múlaenda. En
bæimir tveir sluppu alveg og fólk sakaði ekki.
Enginn þarf að kenna sauðíjárbeit um þessa
gróðureyðingu.
Við teymdum hestinn auðveldlega yfir
ámar út i Bessastaði og vorum komnir þangað
upp úr hádegi. Eftir litla dvöl þar hélt ég af
stað með Brún í taumi, fór fremur hægt og
kom um kvöldið að Holti. Ekki lagði Brúnn
aftur til sumardvalar inn í Suðurdal en þar er
ágætt beitiland fyrir hesta.
Þessi ferð rifjaðist upp fyrir mér mörgum
áratugum síðar, er ég kom í hópi frá Ferða-
félagi íslands að stóði á hinum fögm gmndum
fyrir innan Ábæ í Austurdal í Skagafirði.
Einnig hlýddum við á messu í gömlu kirkjunni
á Ábæ. Þar messaði Olafur Hallgrímsson
systursonur Hallgríms í Holti. Þar hitti ég
mikinn fróðleiksmann, Hjörleif Kristinsson,
systurson Erlings á Víðivöllum.
Ég lagði af stað í síðari ferðina 1. desember
og tók hún ijóra daga. Förinni var heitið í
Klaustursel á Jökuldal til að sækja kindur.
Áður var nefndur Jón Einarson á Ási. Hann fór
með mér vestur, hafði oft farið í haustgöngur
í Klausturselsheiði en ijórir menn voru sendir
þangað úr Fellum í fyrstu göngu. Hann gisti í
Holti og við lögðum af stað með allra fyrstu
skímu um morguninn. Þegar upp á brúnir kom
var að verða fullbjart. Alautt var á láglendi
en þarna uppi var samfellt svell og óskaði ég
Anna Jóhannsdóttir húsfreyja á Bessastöðum í Fljótsdal.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
helst að hafa skautana mína. En ekki var hált
á gljánni og leiði því eins og best var á kosið.
Bjartviðri var og við stefndum beint í vestur.
Fljótsdalsheiði er háslétta í rúmlega 600
metra hæð og er um 20 km. loftlína frá Holti
að Klausturseli. Okkur reyndist þetta rösk
skammdegisganga því byrjað var að rökkva
er við komum niður á snögglent harðvelli
fyrir utan bæinn í Klausturseli. Við höfðum
stefnt á norðari Eiríkstaðahnefíl, farið skammt
norðan Hengifossárvatna og man ég að Jón
nefndi steina tvo Bræður á vinstri hönd. Ég
hafði aldrei fyrr komið svona langt inn á
heiðina en hafði oft smalað í miðhluta Fella-
heiðar. En Jón Einarsson þekkti öll ijallanöfn
og ég hafði heyrt gangnamenn nefna mörg
önefni áður, t. d. Sauðárdrög og Tregludrög.
Var það Jóni að þakka að ég tók eftir þeim,
því ámar (Sauðá og Tregagilsá) voru báðar
121