Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Page 132
Múlaþing
Fagranes- og Reynisstaðarsóknir
Hofs- og Miklabæjarsóknir
Hólmasókn
Kirkjubæjarsókn
Jökuldalur
Eydalasókn
Vopnafjörður
Landið
Tafla 3. Hlutfallslegfólksfjölgun í nokkrum sóknum. Samanber manntöl frá árunum 1801 og 1860.
300
Sá samanburður gefur hugmynd um það
hversu mikið land Vopnfirðingar námu á fyrri
hluta aldarinnar. Afgangnum, 440 íbúum,
bættu þeir á þær jarðir sem voru í byggð 1801
og gerir það ríflega 10 manns á hverja jörð.
Ef reynt er að bera saman þróunina á
Jökuldalnum og í Vopnafirði þá skilur þar
á milli að bæði byggðust upp fleiri býli í
Vopnafírði eða25 (frá 1801-1901) ámóti 15
heiðarbýlum í Jökuldaldheiðinni. Hitt varðar
þó meiru að jarðir í Vopnafirði hafa verið
drýgri til heyskapar en mjóu gróðurræmur-
nar á Jökuldalnum þar sem menn treystu á
beitina a.m.k. á efra dalnum meðan bændur í
Vopnafirði áætluðu 1-1,5 hestburð áhverjaá.14
Fjölbýli var orðið á flestum jörðum í Vopna-
fírði um miðja öldina. Þríbýlt á 21 jörð og
Jj órbýlt á 4 jörðum á síðari hluta aldarinnar en
slíkt þekktist ekki á Jökuldal. Sem dæmi um
hvað menn þrengdu að sér er að þríbýli var
með 20 manns til samans á bænum Þorvalds-
stöðum fram í Almenningi árið 1901.
I góðærinu blessaðist þessi búskapur með
stuðningi af nokkrum umbótum í búskapar-
háttum sem vafalaust hefðu þróast áfram
14 Sjá m.a. Búkollu I, bls. 278 og F18 við stórbýin í Vopnafirði í
sömu heimild.
ef ekki hefðu komið ný áföll vegna erfiðs
árferðis, ljárpesta og eldsumbrota.
Hvergi er þess getið að Vopnfirðingar hafí
haft verulegar tekjur af sjávargagni á fyrri
hluta aldarinnar. Enginn heimilisfaðir er í
manntalinu 1860 sagður lifa á fiskveiðum svo
ekki hefur útgerð verið umfangsmikil. Hins
vegar hefúr þurft allnokkrar hagar hendur til
þess að halda nær þúsund manna samfélagi
gangandi. í sókninni eru skráðir 4 snikkarar,
2 trésmiðir, 1 timburmaður, 3 söðlasmiðir, 3
járnsmiðir + 1 kleinsmiður, 2 gullsmiðir, 1
skósmiður, jarðyrkjumaðurinn (fyrmefndi),
með[ala]læknir (homópati) og einn skag-
firzkur daglaunamaður (ffændi Stephans G.). I
góðæri hafa þessir menn eflaust haft einhvem
ábata af störfúm sínum en óvíst hvort hann
hefur vegið upp frátafir frá landbúskapnum
sem allt snérist um.
I Vopnafírði hafa menn orðið að heyja
vel ef fleyta átti fram bústofni. Sem dæmi
um viðgang búfjárins má nefna að sauðfé í
Múlasýslum fjölgaði úr 22803 árið 1804 í
85228 fjár árið 1853 eða um 274% eða 14,5
sauðkindur á mann samkvæmt útreikningum
Halldórs Stefánssonar.15
15 Halldór Stefánsson. „Þættir úr sögu Austurl.“, bls. 65.
130