Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 139
Rjúpurnar mínar
IRjúpurnar mínar - &má&aga eftir Simmr Jlán&dáttur
Það var vorið 1951 að ég var að raka afraki af túninu heima á Hrærekslæk. Þá fann ég átta
rjúpuegg í einni afrakshrúgunni skammt frá bænum, hafði rjúpan gert sér hreiður í henni.
Ég hætti við að taka þessa hrúgu, lagaði hana til svo betur færi um eggin. Rjúpan undi
þarna vel hag sínum, bætti tveimur eggjum við og lá róleg á. Svo gæf var hún að ég mátti
strjúka hana á hreiðrinu.
En nú fór ég að hafa áhyggjur út af rjúpunni og ungunum hennar þegar þeir kæmu. Ég
átti nefnilega kisu sem var þó nokkur veiðikló. Að loka hana inni fannst mér ekki koma til
mála , en hvað átti ég að gera? Láta lóga kisu, nei, nei, það vildi ég ekki. En að reyna að
semja við kisu og láta hana skilja að hún ætti að láta allt kyrrt liggja, það mátti prófa. Þegar
að því kom að ungamir skriðu úr eggjunum, tók ég kisu, fór með hana út að hreiðrinu og
sýndi henni það. Strauk rjúpunni um bakið og sagði við kisu: „Ég á þetta og þú lætur það
kyrrt liggja eða ég tek fast í skottið á þér!“ Og um leið kippti ég dálítið í skottið á henni til
áherslu. Kisa virtist skilja til hver ég ætlaðist. Svo komu margir ánægjulegir dagar. Rjúpan
kom með allan hópinn heim á hlað, át með hænsnunum og einnig kom önnur rjúpa sem
líka hafði átt hreiður skammt frá bænum. Oft sat kisa á bæjarhellunni og horfði árjúpurnar
og ungana en aldrei tók hún neinn þeirra.
Þær vom oflt heima við fram á haust og ungarnir stækkuðu og stækkuðu. Þá var það
einn dag að ég sá að maður var að læðast að hópnum mínum sem var í mestu makindum
að tína í sarpinn rétt hjá fjárhúsi frammi á túninu. Hann var með byssu svo ekki þurfti að
efast um hver ætlunin var. Þá klappaði ég saman lófunum og þær flugu allar til mín, heim
á hlað. Sagði ég þessum manni að láta mínar rjúpur í friði. Á meðan að þær væru undir
minni hendi ætti ég þær. Seint um haustið hurfú þær og ég hef ekki séð þær síðan svo ég
viti enda vom þær ekkert aukenndar. Snemma næsta vor sat ég við baðstofúgluggann og
var að lesa í bók. Þá sá ég þrjár rjúpur koma fljúgandi heim að bænum. Það voru tveir
karrar og einn kvenfúgl. Þau settust framarlega á hlaðið.
Byrjuðu nú karlarnir að fljúgast á og hjuggu og rifú hvom annan svo ég hef aldrei séð
aðra eins illsku. Seinast var annar orðinn svo særður að blóðið lagaði úr honum og virtist
mér hann allur í sárum og jafnvel skaddaður á væng. Hinn flaug þá á brott með kerluna sem
um var barist. Ætlaði ég að koma hinum eitthvað til hjálpar, en nú var ég ekki nógu fljót og
kisa laus frá öllum samningum. Kisa þaut út um gluggann og gegndi mér engu, rándýrseðlið
var ekki svæft að þvi sinni. Þegar ég kom út var hún farin að gæða sér á rjúpukarranum
sem ósigurinn beið. Ég gekk inn aftur og fannst fætumir varla geta borið mig og það kom
einhver móða á gleraugun mín sem ég réði ekki við. Mér fannst veröldin vond og fláráð.
Hvort þetta voru einhverjar af rjúpunum mínum veit ég ekki en það gæti verið.
Þessi saga er áreiðanlega í stórum dráttum sönn. Svava var einstakur dýravinur. Það eina sem
ég eftast um er ártalið 1951. Það var vont ár í fleiri en einum skilningi hjá okkur heima. Ég mun
hafa verið á sundnámskeiði þegar þetta var því ég man ekki eftir hreiðrinu i afrakshrúgunni. En
ég var tvö vor á sundnámskeiðum, árin 1951 og 1953. Myndi ég hallast að því að það hefði verið
seinna árið. Ég man vel eftir rjúpunum sem komu og átu með hœnsnunum og hafði gaman af.
A.O.J.
137