Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 147
Svava Jónsdóttir frá Hrærekslæk lömbunum, var svo sprottin á fætur nærri strax. Ég fór að skokka lengra upp brekk- una, klifraði upp á stein og leit aftur í sjónaukann. Allt í einu brá mér við og var nærri dottinn ofan af steininum. Hvað var þetta sem ég sá, andlit var það, að vísu ekki allt, eitt eyra, mjótt trýni og augu sem störðu á lömbin þar sem þau lágu. Ég kallaði en það var svo langt að til mín heyrðist ekki. Nú mjakaðist þetta áfram, dýrið kom allt í ljós, það skreið á maganum og hafði ekki augun af bráðinni. Stökk síðan í langan boga og greip höttóttu gimbrina. En í sama bili fékk það heljar högg frá Grábotnu gömlu utan í síðuna, valt um koll og missti af lambinu. Það drattaðist þá í burtu, hafði ef til vill fengið veður af okkur Álfi hér á næstu grösum. Kvikindið hvarf með skottið milli fóta sinna en litla, höttótta gimbrin hennar Hosu lá eftir í andaslitrunum. Grábotna og Höpp stukku niður brekkumar, en Hosa stóð yfír lambinu sínu og reyndi að fá það til að rísa á fætur, auðvitað án árangurs. Ég varð alveg ævareiður, tvinnaði saman öll ljótustu orð sem ég kunni meðan ég hljóp í spretti til Hosu, alllangan spöl, líklega um einn kílómetra. Ég gerði endi á kvalir Höttu litlu og urðaði hana undir steinum svo krummi skyldi ekki fá hana. Síðan fór ég til baka til móts við Álf bónda og sagði honum þessa ófögru sögu og að nú hefði ég sagt öllum landsins tófum stríð á hendur. Ég held þú ættir þá að líta á grenið sem er héma fyrir ofan Rauðhólinn. Það er svo mikill aðburður að því að það sést langt að og lyktin er ekki nein ilmvatnslykt, sagði Álfur. Ég ætla að skreppa heim og ná okkur í meiri mat, þú gætir að öllu á meðan. Ég ætti að verða kominn aftur um tvöleytið, blessaður og veiddu vel. Síðan hljóp hann í átt til hestanna en ég lagði á brattann upp Rauðhólinn. Þegar ég kom svo ég sá heim á grenið var þar ekki félegt um að litast. Allt var fullt af fiðri og ullardruslum, lambshausum og fleiru. Það var útlit fyrir að þarna þyrfti mikið að draga í búið. Ég kom mér vel fyrir í góðu færi og hafði riffilinn við hendina. Fór ég svo að fá mér bita af nestinu. Ekki átti ég von á tófunni strax en skömmu síðar varð mér litið niður fyrir Grásteinsbrekkuna. Sé ég þá að þar kemur tófan og stefnir beint á grenið, aðeins örlítið fyrir neðan mig. Ég greip riffilinn og sat síðan alveg hreyfingarlaus og hélt honum í sigti rétt við grenið. Svona beið ég í ofvæni, ætli tófan fínni lyktina af mér og sendist burt? Nei, hún kom nær og nær og uggði ekki að sér og þegar ég hafði hana í sigtinu hleypti ég af. Tófan hendist í loft upp, datt svo niður og stóð ekki upp aftur. Ég laumaðist til að fara og athuga dýrið. Þetta var mórauð grenlægja með fullt júgur af mjólk. Ég tók hana með mér í fylgsni mitt og beið nú eftir Álfí bónda. Hann kom heldur seinna en hann hafði áætlað en ánægður varð hann. Það er svo ekki að orðlengja það að seinna um nóttina náðum við refnum og morguninn eftir tókst okkur að ginna hvolpana út með æti. Þeir voru sjö og orðnir talsvert stálpaðir og vel voru þeir i holdum. Síðan þetta var hef ég margar tófur skotið og við margvíslegar aðstæður, en alltaf hefur mér fundist að ég væri að hefna fyrir hana Höttu litlu. Þessi saga er algerlega frumsamin og á sér enga stoð í neinum atburðum. Hún sýnir eins ogflest annað sem Svava skrifaði, samúð hennar með dýrum og andstyggð hennar á vörgum sem lögðust á það sem var minni máttar. Á.Ó.J. 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.