Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 151
Sveinn Gunnarsson
Nokkrar smásögur frá æskuárum
mínum á Seyðisfirði
egar jeg var ungur drengur og var hjá
foreldrum mínum úti í Forvaðavík
(oftast kölluð bugt) sem er yst á Búðar-
eyri. Húsið sem við áttum heima í var almennt
kallað Hlaða, af því að það var byggt á gamalli
heyhlöðutóft. Húsið var grafið inn í bratta
brekku, og eru eiginlega þrjú hús, hvert áfast
við annað og snúa stöfnum fram að hlaði, líkt
og bóndabær, með trjeþil hvítmáluð. Ysta
húsið var vanalega kallað Katrínarkofi og
verður lítils háttar minnst á hann síðar, þá
var Hlaðan í miðið og innst var geymsluhús
vanalega kallað kompa eða skemma.
Víkin sem þau standa við er lítil en falleg,
sjerstaklega á sumrin. Fyrir ofan er brött
brekka, með tveimur háum hamrabeltum,
sjerstaklega er það efra hátt. Neðra beltið er
svo nærri sjónum, að fýrrum myndaði það þar
forvaða, svo það var ekki hægt að komast þar
fyrir neðan nema á lágsjávuðu, af því dregur
víkin gamla nafnið [Forvaðavík]. En nú er
búið að brjóta forvaðann niður og leggja þar
góðan veg.
Fyrir innan eru Pöntunarfjelagshúsin, en
á tanganum fyrir utan eru Madsenshúsin,
stórir húsaskrokkar úr timbri frá síldarár-
unum. Þá átti þau Hr. Wathne kaupmaður og
útgerðamaður. I húsum þessum var íbúð í
framendanum, bæði uppi og niðri, en í hinum
partinum salt- og fiskgeymsla, þegar Wathne
átti það. Þar var líka lagður upp fiskurinn í
fiskiskipum hans að mestu sem oftast voru
ekki færri en þrjú. I útendanum uppi á loftinu
var beikisverkstæði og smíðaðar síldartunnur,
sjerstaklega á vetrin. I miðju plássinu uppi
voru geymdar síldartunnur tómar og ýmis-
legt skran, sem við krakkarnir kölluðum.
Reyndar voru það ýmis tæki til fiskverkunar,
fiskigrindur og fl.
Trjebryggja var þá komin meðfram endi-
löngu húsinu og stór pallur fyrir innan og þar
steig verkafólkið stundum dans á laugardags-
kvöldin. Sjerstaklega voru það norskir sjó-
menn af fiskiskipunum, og kom þá stundum
fyrir að þeir fengu sjer heldur mikið í staupinu,
þá var það selt í hverri verzlun.
Stundum urðu riskingar og slagsmál á
milli þeirra út af stúlkunum, þær voru stundum
færeyskar, því Wathne hafði oft margar fær-
eyskar verkastúlkur. Það átti nú við okkur
strákana að horfa á riskingamar, en þó fór
nú gamanið af stundum, þegar einn hálffullur
sláni tók sig útúr, og kom hlaupandi, barði
saman hnefunum og sagði: „Jeg skal hive
dokker alle samen paa sjoen djævle unger.“
Jeg ætla ekki að hafa það allt saman eftir því
149