Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Blaðsíða 152
Múlaþing
Sveinn Gunnarsson áyngri árum. Myndin í eigu ættingja
hans.
Sumarið 2012 fœrði Hallgrímur Hallgrímsson,
búsettur í Morfellsbœ, Héraðsskjalasafni Aust-
firðinga handrit Sveins Gunnarssonar frá
Seyðisfirði, Handritin komu úr dánarbúi móður
hans Valgerðar Guðlaugsdóttur, en móðir hennar
var Sigríður systir Sveins.
Handritasafnið erall mikið að vöxtum. Efiti
þess er að hluta til þýðingar á smásögum sem
vœntanlega hafa birst í norskum og dönskum
blöðum, ennfremur þýðingar á þjóðsögum úr
fœreysku. Þá er lýsing á Seyðisfirði frá fytri hluta
20. aldar og minningar höfimdarfrá œskuárum.
Sveinn var sonur hjónanna Gunnars Sveins-
sonar og Kristbjargar Sesselju Kristjánsdóttur,
elstur 6 bama þeirra. Hann var alla tíð búsettur
á Seyðisfirði, byggði árið 1927 húsið aðAustur-
vegi 46b þar sem hann var til heimilis til dauða-
dags, en hann lést 3.júlí 1970. Sveinn starfaði
aðallega við smíðar og annað sem til féll,
Efnið sem hér birtist eru æskuminningar sem
hann mun hafa skrifað árið 1934.
Hallgrímur Hallgrímsson sló efninu inn í
tölvu. Stafsetning hefur verið látin halda sér að
nokkru. Millifyrirsagnir eru ritstjóra.
það var ljótt orðbragð. Þá var nú betra að
vera ekki fótalaus, oftast sluppum við undan
heim og inn í bæ og þá vorum við hólpin, því
aldrei fóru þeir inn á eftir okkur. Þó kom það
fyrir að þeir náðu í eitthvert okkar, en þeir
fóru aldrei neitt illa með okkur, enda vorum
við þá tekin af þeim, því vanalega var eitt-
hvað af fullorðnum Islendingum þar með, og
leikurinn ekki gerður til annars en að hræða
okkur, því þeir þoldu það illa að við værum
að hlægja að þeim.
Jeg var mikið með Norðmönnunum þegar
jeg var strákur, bæði í landi og um borð í
skipunum, þeir voru mjer venjulega góðir,
og margan góðan bita fjekk jeg oft hjá mat-
sveininum, og það hafði jeg gott af því, að
jeg varð sæmilega góður í norskunni, og mátti
næst því segja að jeg gæti lesið norskar bækur
jafnframt skólabókunum mínum.
í þessu svokallaða Madsenhúsi var sagt að
væri reimt, og þóttist fólk sem svaf í húsinu
heyra þar á nóttum ýmsan undirgang og ólæti
sjerstaklega þegar dimma fór á haustin. Því
var sjaldan búið þar á vetrinn, þó kom það
fyrir, en undarlegt var það að sumir urðu þar
aldrei varir við neitt, þó vora hinir mikið fleiri.
Undirgangur þessi og ólæti var með þeim
hætti, að menn heyrðu fleygt til tunnum og
kössum, niðri í húsinu, en sjerstaklega uppi
á miðhúsloftinu, þar sem skranið var geymt,
og allt lauslegt virtist vera á ferðinni. Oft
heyrðu menn gengið á klossum og stígvjelum
og stundum af mörgum í einu, og margir gátu
ekki sofið á nóttunni fyrir þessu. Sumir þóttust
hafa sjeð þar stóran mann á gráum fötum með
stóran gráan barðahatt á höfði, og í stóram
vaðstígvjelum.
Maðurinn í Madsenshúsi
Margir trúðu sögum þessum og þeirra á meðal
var jeg. Það kom til af því sem nú skal greina.
Þá var jeg 8 - 9 ára að aldri, og var að leika
mjer úti á Madsenhúslofti. Þetta var um vetur,
og því ekki fleira fólk í húsinu en faðir minn
150