Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 156

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 156
Múlaþing hafa verið í nóvembermánuði eða snemma á jólaföstu. Jörð var þá mikið til auð, það hafði nú reyndar snjóað töluvert seinast í október eða snemma í nóvember, en snjóinn svo tekið upp aftur, þannig, að það var autt í byggð og götur mikið til auðar, en snjór nokkur til ijalla. Þá um veturinn var unnið að því á Madsenshúsi að fylla upp grunninn undir húsinu, með mold og grjóti og efnið tekið í bakkanum þar fyrir ofan, og rjetta það af þar sem það var farið að síga. Uppfyllingin var mikið verk og erfítt, því bæði er húsið stórt og grunnurinn djúpur, því húsið stendur svo langt fram í ijörunni, að á stórstraum fellur sjór aldrei alveg út fyrir grunninn. Það var á sunnudegi laust efltir miðjan dag, að við vorum nokkrir strákar að flúskrast á bryggjunni fyrir neðan húsið, okkur þótti gott að vera þar, því bryggjan var auð og hrein efltir hlákuna. Einn okkar hafði farið að gjægjast gegnum gat á hurðinni sem innst var. Allt í einu kallar hann upp: „Hver er þama inni, er það Böðvar.“ Nú þyrptumst við allir að hurðinni, jeg var fyrstur, að fínna annað gat, fleiri vom þau ekki en þessi tvö. Þau voru bomð með stórum nafri, svo þau vom alveg tilvalin til að gægjast í gegnum þau. Fyrst sá jeg ekkert því dimmt var inni, því gluggar voru fáir og með brotnum rúðum, og trje neglt fyrir, og þær sem vora heilar, voru svo svartar af gömlu fiskislori, að þær bám litla birtu. Böðvar þessi var lengi búinn að vera verkamaður hjá Wathne og var þar mörg ár eftir þetta. Nú þegar mjer fór að birta fyrir augum, sá jeg þar inni á miðju gólfí mann, beint á móti hurðinni, sem beygði sig þar yfír trje sem lá þar. Allt í einu heyrðist okkur við heyra háan brest, líkt og brothljóð í trje, og Böðvar kemur hoppandi á annarri löppinni, og hjelt undir hina með báðum höndum, eins og hann væri að missa hana af. Við fórum að skellihlæja af því að okkur sýndist hann hoppa svo skringi- lega. Þá sáum við það glöggt að þetta var Böðvar, því hann kom alveg fram að hurð. Nú stukkum við uppfyrir húsið og ætluðum inn, en þá var þar allt lokað. Þá mundum við að það var sunnudagur, og því ekkert unnið þar þann dag, og þess vegna enginn maður þar. Þetta gat því ekki hafa verið mennskur maður því þama var allt harðlokað nema hann hefði þá verið óvart lokaður inni, en hann mundi þá hafa látið eitthvað til sín heyra. Svo fómm við niður fyrir aftur og gægðustum inn en sáum þá engan. Við ætluðum að láta vita af því, ef maðurinn væri lokaður inni, en þegar við sáum hann ekki aftur hættum við, við það og hugsuðum ekki um það frekar. Svo slæptumst við inn á Búðareyri og komum í Bakhús til Böðvars, og hann svaf þá á bekk uppi á lofti og hafði ekkert út farið. Nú líður fram yfír miðjan vetur, og ekkert bar til tíðinda nema að góða tíðin hjelt áfram. Þá var það einn morgun, er verið var að rjetta af sig, á húshliðinni á Madsenshúsi, að trjeð brotnaði og lenti niður á ristina á Böðvari. Hann meiddist mikið í fætinum, brotnaði reyndar lítið, en marðist þeim mun meira. Hann lá svo rúmfastur mikið til það sem eftir var vetrarins. Þegar jeg frjetti þetta þá gekk jeg úteftir, af forvitni til þess að sjá verksummerki. Þar var nú raunar lítið að sjá nema óhappaspýtan lá þar enn, í þrennu lagi, hún hafði farið í sundur í miðjunni og flísast úr henni stór flís um leið. En þegar jeg gætti betur að, þá sá jeg að þetta var sama spýtan, sem við sáum Böðvar vera að bogra við í húsinu, sunnudaginn góða, jeg þekkti hana vel því jeg skoðaði hana daginn eftir að við sáum Böðvar þar inni, og sá hana næstum á hveijum degi eftir það, þangað til það var tekið til þess ama, því jeg var þama oft að flækjast, seinnipartinn á daginn þegar jeg kom úr skólanum. 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.