Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 158
Múlaþing
Engross. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
pláss,“ sagði þá Sella. En vegna þess að mjer
varð hughvarf, þá datt mjer alsekki í hug að
grípa í stelpuna og drasla henni inn aftur, sem
jeg hefði hæglega getað, heldur stökk jeg heim
í dauðans ofboði og sagði mömmu frá því að
Sigga hefði dottið í sjóinn.
Sella kom organdi á eftir mjer, en nú vildi
svo til að mamma komst ekki svo fljótt sem
skildi, þá var Sigga flotin dálítið frá landi.
Mamma óð út í sjóinn, en um leið og hún
greip í Siggu, sem var að sökkva, þá flaut
hún sjálf upp og gat ekki fótað sig aftur, en
rak upp hljóð um leið, og þá kom Katrín út
og sá hvað var um að vera. Þá var hún fljót
til og greip langa stöng sem þar var nærri,
hljóp niður í fjöru, óð dálítið út í sjóinn og
rjetti henni, og dróg svo alla drosuna á land.
Skömmu seinna kemur Oddbjörg þar og
við heyrðum hana segja við Katrínu úti á
hlaði: „Hvað er nú þetta, ætli hún Kristbjörg
hafi nú farið að synda? Hún er búin að hengja
öll fötin sín út á grind!“ Hún var oft gaman-
söm í orði. Hún fjekk þá að vita hvað hafði
skeð. Hún kom þá með eitthvert hnittingsyrði
og úr því varð hlátur, svo þetta endaði allt vel,
að undanteknu því, að jeg ljekk sneypu fyrir
hræðsluna og vitleysuna, og jeg skammaðist
mín og þóttist fara illa út úr því.
Fyrsta ölkrúsin
Svo var það eitt sinn um haust, að jeg fór
með foður mínum, inn á Öldu til að sækja
nokkra kjötskrokka. Jeg mun þá hafa verið
10-11 ára að aldri. Það gekk nú vel að fá þá
og bera niður, kjötið var tekið í Neðribúð hjá
Þórami faktor. Þegar faðir minn var að koma
því fyrir í bátnum tók jeg eftir því, að hann
var dálítið drukkinn.
Að því loknu gekk hann niður í Odda til
Jörgensens bakara, og jeg slæptist þangað
á eftir honum. Hann keypti þar eitthvað af
brauði og nokkrar einseyringskökur og drakk
eitthvað af öli. Glösin voru kölluð kollurþá,
þau voru úr skyggðu gleri, með sterku handar-
156