Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 160

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Síða 160
Múlaþing var Siggi ókominn, og jeg gat ekki sagt hvar hann var, því jeg vissi það ekki, en sagði eins og var að hann hefði orðið viðskila við mig í Kompanýinu og ætlað að koma á eftir, en hann hefði aldrei í búðina komið. Svo íjekk jeg sneypu fyrir að geta ekki passað hann, og var svo rekinn til að fara til baka aftur og leita hans. Jeg fór inn alla Búðareyri og leitaði víða, en fann ekki Sigga og enginn hafði sjeð hann. Svo fór jeg heim, þá var komið undir hádegi, og tók jeg ekki meiri þátt í leitinni. Jeg var órólegur og leið illa og gat ekkert leikið mjer. Eftir miðdaginn fór faðir minn að leita og ijekk nokkra menn með sjer, og eftir því sem innar dró bættust fleiri og fleiri í leitina, svo úr þessu varð uppþot mikið, köll og háreysti. Kerlingamar stönsuðu hingað og þangað til þess að segja hvur annari frjettimar og ræða málið frá ýmsum hliðum, og leggja ráðin á hvemig bezt væri að haga leitinni, því enginn hafði betra vit á því en þær, en annað gjörðu þær ekki. Undir kvöld kom faðir minn með Sigga, heilann á húfi, og mikið varð jeg feginn þegar jeg sá föður minn koma með hann innan götuna, enda er það alls ekki undarlegt, því mjer þótti vænt um Sigga og við vomm mjög samrýmdir í æsku. Faðir minn sagði frá því að fyrstu frjett- irnar sem hann hefði fengið af Sigga hefði verið í Framhúsinu, sem er innsta hús á Búðar- eyri. Jóhanna kona Jóhanns Sigvaldasonar sem þar bjó þá, hafði sjeð til hans inn götuna. Hún kallaði til hans, og spurði hvað hann væri að fara, því henni þótti undarlegt, að hann skildi vera kominn svona langt frá heimilinu. En Siggi svaraði: „Jeg er að fara til Sveinka.“ Meira hafði hún ekki af honum að segja, því Siggi þurfti mikið að flýta sjer, og hljóp og hljóp, því hann hjelt alltaf að jeg væri rjett á undan honum, og bjóst auðvitað við því að ná mjer þá og þegar. Það sem varð til þess að Siggi fannst var það, hjónin í Skógargerði á Hjeraði, vom á leið niður í Seyðisfjarðarkaupstað, og riðu fram á Sigga á milli Stafanna, sem er langt fyrir innan Fjarðasel sem var innsti bær í dalbotninum. Þau spurðu hann hvað hann hjeti og hvað hann væri að fara. Siggi svaraði: „Jeg heiti Siggi og er að fara til Sveinka,“ þá spurðu þau hvar hann ætti heima „I Hlöðunni,“ segir Siggi. „Að hverjum ertu að leita hjema?“ spurðu þau þá. „Að Sveinka og Wathnebúð- inni,“ segir Siggi. „Attu heima á Seyðisfirði?“ spurði þá konan. „Nei í Hlöðunni," svarar Siggi. Svo hjeldu þau áfram, því þau hjeldu fyrst að þama hlytu að vera einhverjir menn nærri og að strákurinn hefði bara farið eitt- hvað frá þeim í bili, og svo líka vegna þess að þau fengu engan botn í því sem Siggi sagði. Þegar þau komu niður undir Fjarðasel fór konan að minnast á drenginn aftur vegna þess að þá minntist hún þess að Siggi hafði minnst á Wathnebúðina, og sagði að þetta bam hlyti að vera að villast, þetta varð til þess að Helgi reið til baka aftur og sótti drenginn og reiddi hann út í bæ, og fór strax að lýsa honum þar, en hann þurfti ekki lengi að lýsa, því konan hans var búin að því á undan honum og faðir minn var staddur hjá Fjarðarbrúnni, því hann hafði heyrt að Helgi væri á leiðinni með drenginn, og að hann hefði verið kominn upp undir heiði, og svo var Siggi villtur að hann ætlaði ekki að þekkja pabba sinn. Það get jeg sagt að lokum að Sigga var gætt betur eftir þetta. Sjerstaklega passaði jeg að fara ekki mikið á undan honum, því mjer fannst jeg alltaf vera valdur að því að hann týndist. Meira af Böðvari Jeg minntist dálítið á Böðvar í annarri eða þriðju sögunni, jeg ætla að segja dálítið meira af honum. Hann var Stefánsson og var mörg ár verkamaður hjá Wathne, hann átti heima á Búðareyri í Bláhúsinu, það var nú reyndar ekki alveg rjett, því húsið er á bak við Bláhúsið, en áfast við það og var því af 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.