Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 162

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Qupperneq 162
Múlaþing hús byggt á staurum út í sjóinn, þar hafði hann síldarúthaldið. A milli Þórshamars og Engross eru Garðarshúsin og Garðarsbryggjan, sem Garðarsijelagið ljet byggja og bærinn á nú. Jeg læt þessa getið þó Wathne hefði aldrei neitt með þau að gera til þess að sýna að Þórhamar og Engrosshúsin standa ekki alveg saman. Það var við fiskverkun sem við vorum að vinna, jeg var inni að salta með öðrum manni, og Böðvar og Bjami Bjamason vom þar við aðra stæðu, en svo stutt á milli að við heyrðum allt sem þeir töluðu saman, og nú sem við vomm þarna, þá heyri jeg að Böðvar segir við Bjama: „Það er bara andskotann ekki vinnandi hjá Wathne, því það er allt dýrara hjá honum en annarsstaðar, og svo borgar hann ekkert í peningum.“ „Va siger du Böðvar,“ er þá sagt fýrir aftan hann. Þetta var þá herra Wathne sjálfur, hann hafði komið inn að baki þeim svo þeir urðu hans ekki varir. Böðvar snjerist snöggt við og varð hverft við þegar hann sá hver þar var, en segir svo eins og í fáti: „Jeg var að tala um það við hann Bjama, hvort það mætti ekki salta þessa stæðu bara alveg upp í loft." Þá var sem Wathne yrði hissa, líklega á því hvað Böðvar var fljótur að átta sig og snúa við blaðinu, því hann hafði heyrt allt sem Böðvar sagði. „Ju hvis det behöver,“ sagði hann, hristi svo höfuðið og fór. Þegar Wathne var farinn segir Böðvar: „Ætli hann hafí ekki heyrt það?“ „Það held jeg ekki,“ segir Bjami. „Jú hann heyrði það áreiðanlega jeg sá það á honum, það var bölvað óhræsi.“ Þetta varð til þess að þeir töluðu minna saman þann dag. Þeir voru oft vanir að tala mikið saman þegar þeir lentu saman í vinnu, því báðir voru nokkuð málugir, sjerstaklega Bjami. Og ekkert varð úr því að Böðvar saltaði stæðuna upp undir loft. Já, það voru fundarlaunin Svo var það öðm sinni, jeg man ekki hvort það var fyrr eða seinna, líklega hefúr það verið litlu fyrr, en ofanrituð frásögn. Það var eitt- hvað verið að vinna í Engrosshúsinu, hrein- gera húsið eða við vöruupptalningu, og var Wathne þar sjálfur með og sagði fyrir verkum. Nú vildi svo til að Böðvar fann kút, þar inni í myrkraskoti undir ýmislegu skrani, fullan af einhverju, og segir Wathne frá því. „Nu ja,“ segir Wathne, „det er hel anker.“ Hann skipaði þá Böðvari að sækja Gest beiki til þess að slá upp kútinn, því hann hjelt það væri annað hvort öl eða saft í honum. Gestur var við smíðar þar upp á loftinu, og kom strax og sló tappann úr kútnum, kom þá í ljós eitt- hvert gulleitt gragg. Þá segir Wathne: „O det er bare noget gammelt grams.“ Hann sagði því Böðvari að fara með kútinn út og hella úr honum í sjóinn. Böðvar fer út með kútinn og fer að hella úr honum, en kemur að vörmu spori inn aftur rambandi með kútinn og segir: „Jeg er ekkert að hella þessu niður Wathne það er bara besta brennivín.“ „Naa, so faar vi os en dram,“ segir Wathne: „Er det vist det er vin?“ „Já, jeg smakkaði á því,“ segir Böðvar. Svo var einn sendur upp í búð til þess að sækja könnu eða bolla, en hann kom með hálfpelann, og allir fengu sjer úr kútnum úr hálfþelanum, og þótti gott þó það væri gul- leitt og dálítið gruggugt. Svo var varið með kútinn þar í annað pláss í húsinu. Sagt var að sumir karlamir hafí verið orðnir góðglaðir um kvöldið, en Wathne ljet fara með kútinn heim til sín daginn eftir. Næsta sunnudag á eftir kemur Böðvar heim til Wathne og gerir boð fyrir hann. Wathne kemur fram og segir: „Hva vil du Böðvar?“. Böðvar segir: „Já, það vora fundar- launin?“. Þá brosti nú Wathne að Böðvari, en hann ljet hann hafa fúndarlaunin, og það var auðvitað bragð úr kútnum góða. Svo hef jeg þetta ekki lengra. 160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.