Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 14
síðan bundið í rúllubagga, og reynist afbrags fóður á fengitíma. í
hefðbundinni votheysverkun kemur þessi tilhögun ekki eins vel
út, þar sem þá er nauðsynlegt að heyskapartíminn sé stuttur og
samfelldur. Þá hentar því ekki að byrja slátt fyrr en sýnt er að hægt
verði að halda verkinu áfram.
Haustið 1991 var sauðfé vel á sig kornið eftir gott sumar og gott
haust, og það hefur eflaust einnig leitt til aukinnar frjósemi vorið
1992.
Grasspretta var þokkaleg sumarið 1992, en þó minni en næstu
ár á undan. Sláttur hófst um mánaðarmótin júní—júlí, fyrst sunn-
antil í sýslunni að vanda. Heyfengur var góður þótt hannjafnaðist
hvergi nærri á við metárið 1991.
Að vanda hófst venjuleg sauðfjárslátrun í sláturhúsum sýslunn-
ar um miðjan september. Eftirfarandi tafla sýnir ijölda sláturfjár,
meðalfallþunga dilka og flokkun falla í úrvalsflokk og „fitu-
flokka" í einstökum sláturhúsum.
Tafla 1. Fjöldi sláturfjár, meðalfallþungi dilka og flokkun
falla í úrvalsflokk og „fituflokka" í Strandasýslu
1992.
Sláturhús fjöldi meðalþ (kg). gæðamat (% kjöts) Úrv. DIB DIC
Borðeyri 15.021 15,55 0,3 11,0 2,7
Ospakseyri 6.094 15,20 1,8 7,1 2,4
Hólmavík 17.502 15,88 3,0 10,2 1,5
Norðurfj. 3.350 15,05 1,9 5,3 1,1
SAMTALS 41.967 15,60 1,8 9,7 2,0
í haust var slátrað um 300 kindum færra en hausdð 1991. Aukn-
ing varð á Borðeyri og Norðurfirði, en fækkun í hinum húsunum.
Við samanburð á rnilli ára þarf að hafa í huga, að líflambasala og
slátrun á svonefndum Blöndalsrollum setja strik í reikninginn, en
Blöndalsrollur eru ær sem ríkið greiðir fyrir vegna samninga um
niðurfærslu fullvirðisréttar. Haustið 1992 var slátrað 1.169
12