Strandapósturinn - 01.06.1992, Page 64
þessa venjulegu hákarla og meira að segja tveggja tunnu hákarl
var lítill í samanburði við þessa hákarla. Við athuguðum einmitt
mjög vel þetta drasl innan úr hákarlinum, sem kölluð voru egg.
Það er helst hægt að líkja því við hildir úr kú nema að þetta var allt
miklu stórkostlegra. En það sem okkur undraði mest var það að
eggin sem við kölluðum — þau voru á stærð við nýru úr ársgöml-
um kálfi — voru ekki nema í hæsta lagi 40 eða 50 stykki í þessu.
Svo við komumst að þeirri niðurstöðu — vorum að vísu engir
fiskifræðingar — að hákarlinn væri orðinn mjög gamall þegar
hann yrði kynþroska og sömuleiðis að viðkoman hlyti að vera
ákaflega lítil á stofninum. Þetta var okkar álit.
Hvernig var nú njtingu hákarls háttað á þessum tíma ? Var þetta ekki
verulegt búsílag sem skiþti máli fyrir fólk?
Jú, mikið búsílag og skipti ákaflega miklu máli að fiska þetta.
Víða var nú lítið til að borða og stundum lá við hreinum sulti. Það
var þó ekki mikið um það lrjá okkur eftir að faðir minn flutti á
Asparvíkina því það var sjávarjörð og þar var yfirleitt alltaf nægur
harðfiskur og hákarl. En svo var annað. Það var feitmetið. Það var
svo mikils virði. Ljósolía var ákaflega lítil og mikið notaðir lýsis-
lampar og hákarlinn leysti þarna ýmis vandamál, m.a. að enginn
þurfti að sitja í myrkrinu eftir að hákarl kom. Þá var nóg lýsi á
lampana. Það þurfti ekki að borða saltfiskinn þurran því þá var
bara lýsið notað út yfir saltfiskinn. Og það þurfti ekki að borða
harðfiskinn og brauðið þurrt því það var notað í bræðing, lýsið var
sett saman við tólg og borðaður bræðingur. Eg er viss um að þetta
hefur verið ákaflega hollur matur.
Svo var þetta útflutningsvara líka . . .
Lýsið, já, útflutningsvara og var nú sagt hér fyrr á árum að þeir
hefðu notað það til að lýsa upp stræti Kaupmannahafnar. En
nýtingin var algjör á doggaróðrunum, doggaróðrahákörlunum,
því úrgangurinn allur var hertur og notaður til eldiviðar. Meira að
segja kólfurinn var stundum tekinn úr hákarlinum og verkaður
og settur í súr.
Kólfurinn . . . ?
Það er ákaflega þykk görn eða eitthvað slíkt í hákarlinum. Þetta
var hreinsað vel upp og sett í súr og þótti herramannsmatur.
62