Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 129
Þann 19. febrúar fórum við í fiskiróður austan á Fláka, sem er
norðaustur af Grímsey. Við lögðum línuna í blíðskaparveðri og
létum reka á meðan við gáfum leguna. Þegar við vorum hálfnaðir
að draga línuna sáum við, að það myndi verða breyting á veðri svo
við hröðuðum okkur að draga og héldum til lands að því loknu.
Fórurn við austan við Grímsey en þegar við komum upp í Grírns-
eyjarsundið þá sjáum við vesturundir landi eins og þá sé suðvestan
rok á leiðinni. Eg setti vélina á fulla ferð eins og hægt var og
komumst við að bryggju, sem kölluð er Plan og gátum þar við illan
leik kastað upp fiskinum, sem mun liafa verið um 1200 pund. Það
skipti engum togurn að rokið skall á, en okkur tókst að bjarga
bátnum upp í fjöruna við Planið og voru þar margar hendur til
taks, því þegar mikið lá við voru Drangsnesingar fljótir til hjálpar.
Þegar búið var að ganga frá bátnum fórum við fram á Planið og
rétt náðum að grípa lóðabalana og bólfærin. Kom þá hvert ólagið
af öðru og tók hvern einasta fisk í sjóinn. Þar sem vindur stóð á
land vorum við að vona, að eitthvað ræki upp í fjöru af svona
miklum fiski, en það sást aldrei framar einn einasti fiskur eftir
þennan róður.
Það skeði svo um miðjan apríl þennan sama vetur, að mig
dreymir að til mín kemur maður og segir við mig. „Nú færðu
borgaðan fiskinn sem þú misstir í sjóinn 19. febrúar." Þetta var að
sjá í draumnum mjög góðlegur og blíður maður. Vaknaði ég við
þetta og leit til veðurs og sá að það var norð-austan stinningskaldi.
Við áttum beitta línu í Frystihúsinu, sem var fljóttekin ef veður
lægði. Þegar leið á morguninn fór veður að lægja og fór ég þá til
hásetanna, þeirra Jóhannesar og Bjarna og spyr þá, hvort við
ættum ekki að fara með línuna út á Brotin, sem er fiskimið fram af
Bjarnarnesi. Var það samþykkt og lagt af stað og keyrt út með
landi. Það var lægjandi vindur og var því ákveðið að fara norður á
Sveinbjarnargrunn, sem er djúpt fram af Eyjum. Þegar kom
norður fyrir Rifboðana þá bað ég Jóhannes að útbúa fyrir mig
seilubönd, sem hann og gerði, því fast trúði ég á drauminn sem
mig dreymdi, að við myndum fiska vel í þessum róðri.
Svo var línan lögð, sem voru 20 lóðir, legan gefin og síðan farið
að draga línuna. Var þá svo mikill fiskur á línunni, að þegar við
127