Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 139
Sóló frá ísafirði. Skipstjórinn á Fönix pantaði síðan síld hjá
Níels.
Stærri skip gátu verið þeim hjálpleg. 22. ágúst 1926 var gufu-
skipið Austri að snurpa og fékk 500—600 tunnur síldar. Þennan
dag voru Níels og Sigurlaugur að vitja um net sín, fóru til þeirra á
Austra og fengu gefins 300—400 síldar sem þeir settu í frysti.
Þá segir Níels að Freyja hafi komið frá Skagaströnd og hafi
ýmsir sjómenn fengið síld hjá skipstjóranum.
7. júlí 1928 fengu þeir Níels síld af togara og settu frysta síld í
frystikassann en nýju síldina af togaranum í pönnur. Þá fékk
Sigurlaugur síld í net sín og flestir fengu beitusíld hjá honum, 1—3
beitingar hver, en Sigurlaugur hafði fengið 700 síldar.
Níels seldi líka smokk. Hann segir t.d. að 3. júní 1930 hafi
gufuskipið Elín komið inn um kvöldið og þeir á Elínu keyptu 50
síldar fyrir 5 kr. og fullan bala af smokk á 15 kr.
Vöruflutningaskipin komu þeim líka til hjálpar. 20. apríl 1932
kom Jóhann Andrésson með frysta síld inn af Reykjarfirði í tveim
pokum, en þessi síld kom með Lagarfossi frá ísafirði. Segir Níels
að hún hafi verið að mestu uppþiðnuð, svo að hún hefur komið úr
íshúsi á ísafirði. Níels setti síldina strax í kassa og frysti hana eins
og hann best kunni. Hann segir að síldin hafi verið fjóra sólar-
hringa á leiðinni frá ísafirði, að vísu þrjá af þeim á höfnum þarna.
Þessa síld hafi Sigurlaugur sent frá Isafirði. Jóhann Andrésson
var sjómaður og bjó á Gíslabala.
Þá segir hann að 10. maí 1933 hafi vélbáturinn Ebbi komið frá
Hólmavík frá því að sækja frystisíld. Segist Níels hafa lánað Guð-
jóni, en þennan bát átti Guðjón Guðmundsson hreppstjóri á Eyri
við Ingólfsfjörð. Án efa hefur hann lánað Guðjóni frysta síld.
I sjóarhúsinu reykti Níels líka kjöt, svo gerði hann fyrir sig og
Jón Magnússon sjómann á Gjögri 13. október 1914.
Þessi síldarbeitumál Gjögrara skulu ekki rakin hér frekar. Þau
leiða í ljós nokkra beituþætti. Þegar einhver sjómaður fékk síld,
jafnvel þótt talan næði ekki hundraði, þá deildi hann þeirri síld
með grönnum sínum. Slík síldadeiling kom einnig fram við önnur
tilvik. Kæmi sjómaður með síld af Djúpuvík, var henni gjarnan
skipt. Menn keyptu síld af gufuskipum og seldu þeim líka síld,
137