Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 87
urðssonar. Hún lést 22. des. 1902. Börn þeirra sem upp komust
voru: Torfi Þorkell kaupfélagsstjóri (d. 1922), Pétur oddviti í
Ófeigsfirði, Ásgeir fyrrverandi bóndi í Krossnesi og kaupfélags-
stjóri, nú á Akranesi, Hallfríður kona Sturlaugs Sigurðssonar,
skipasmiðs í Reykjavík, Ragnheiður átti Guðbrand Björnsson,
oddvita á Heydalsá, Guðmundur stýrimaður í Reykjavík, og Sig-
ríður Þórunn, kona Sveinbjarnar Guðmundssonar í Ófeigsfirði.
Sonur Guðmundar, sem hann eignaðist á efri árum, er Böðvar í
Ófeigsfirði.
Guðmundur lést í Ófeigsfirði 16. maí 1934. Hafði hann þá urn
skeið verið mjög þrotinn að heilsu og kröftum.
Þess er rétt að geta, að Guðmundur hlaut þá opinberu viður-
kenningu, að hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar.
Enn meira er þó vert um það að meðal þeirra, sem þekktu hann,
liflr minning um afreksmann, sem var allt í senn: stórbrotinn
höfðingi í lund, afburða stjórnsamur á heimili, á hafi úti og í
félagsmálum, góðviljaður og brennandi í andanum um eflingu
almenningsheilla og giftudrjúgur í störfum. Er sú ósk best, nú á
aldarafmæli hans, að núlifandi kynslóð og eftirkomendur í byggð-
arlagi hans megi bera gæfu til að starfa í hans anda, eftir því sem
hentar við breyttar aðstæður á hverjum tíma.
Þessi grein birtist í Tímanum 6. janúar 1953.
85