Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 103
er vitinn var reistur í þessari litlu og hömrum girtu vík norður við
Dumbshaf.
Arið 1930 var vitinn byggður og þá fór ég fyrst í vinnu utan
heimilisins. Ég varð 16 ára þetta vor og ekki rnikill fyrir mann að
sjá, enda fékk ég ekki nenra 90 aura á tímann, þegar fullþroskaðir
fengu 1 kr og 30 aura. En ég sætti mig við'þetta. Hugsaði sem svo
að ég þyrfti þá ekki að leggja eins hart að mér við að vinna fyrir
því. Bygging þessi fór hægt af stað. Það var erfitt um efnistöku í
steinsteypuna, hengiflug alls staðar að sjó fram og nrölin í fjörunni
ekki auðtekin. Henni var safnað sanran hér og þar og borin í
litlum trogbörum að upptökustaðnunr. Síðan var hún hífð upp á
bakkana og handsnúinn krani notaður við verkið. Stundum
reyndist efnið ekki nógu gott að mati verkstjórans, þegar upp var
konrið og var nranni þá skipað að moka því franr af aftur. Eins og
það nrætti ekki liggja þar sem það var konrið. Ekki var nú hægt að
segja að það væri fyrir neinum. En verkstjórinn vildi hafa þetta
svona og ekki var um annað að gera fyrir okkur, sveitakarlana, en
að hlýða, að öðrum kosti fengu nrenn bara pokann sinn. Vitahúsið
var reist eins framarlega á bakkanum og fært þótti, en eitthvað
virtist teikningin vera í ósamrænri við landslagið þar sem húsinu
var valinn staður. Hallinn á bakkanunr gaf það ótvírætt til kynna.
Atti húsið kannski ekki að vera þarna, heldur annars staðar þar
senr lega landsins var nreira í samrænri við teikninguna. Og vissu-
lega voru þeir staðir til. Auk þess hefði nrátt senda teikninguna
aftur suður til endurskoðunar. En þetta var ekki gert og hver senr
kemur á Hornbjargsvita og sér nrannvirkið, hlýtur að verða þess
var að mistök hafa átt sér þarna stað í sambandi við staðarvalið.
Nefna má sérstaklega gluggaskipun kjallarans og útganginn úr
honunr því til sönnunar. Margt fleira nrætti nefna sem heima-
nrönnunr þótti orka tvímælis varðandi franrkvæmdir þessar en
það verður að bíða betri tírna.
Fyrsti vitavörðurinn konr sama lraustið og vitinn var byggður,
Karl Löve hét hann og var áður skipstjóri og aflakló á stærri
skipununr við Djúp. Hann var höfðingi heinr að sækja, vildi hvers
nranns vanda leysa, hafði lúmskt ganran af hraustlegunr tiltektum
yngri manna, en ofurlítið örgeðja stundum. Það konr þó aldrei að
101