Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 25
konar námskeið í Árneshreppi í vetrarbyrjun. Kennari á öllum
þessum námskeiðum var Jón Ólafsson á Hólmavík.
Þann 1. apríl 1992 tók Framhaldsskóli Vestfjarða við hlutverki
Menntaskólans á Isafirði. Þessi breyting fylgdi í kjölfar samnings
sveitarfélaganna á Vestfjörðum við menntamálaráðuneytið. Um
haustið hófst kennsla í öldungadeild skólans á Hólmavík, en til-
raunir til að koma slíkri deild á laggirnar höfðu mistekist veturinn
á undan. Alls hófu um 25 nemendur nám í deildinni og um 16
þeirra luku prófurn úr byrjunaráföngum í desember. Öldunga-
deildin á Hólmavík var starfrækt í grunnskólanum, og sáu kenn-
arar þaðan um kennslu í deildinni. Ákveðið er að framhald verði á
kennslu í öldungadeildinni eftir áramót.
Vegagerð. Töluverðar framkvæmdir voru í vegagerð í Stranda-
sýslu á árinu 1992. Stærsta verkefnið var nýbygging 2,6 km vegar-
kafla frá Grjótá í Steingrímsfirði upp á Fellabök. Vegurinn varð
akfær um haustið. Þar með var úr sögunni afar viðsjárverður kafli
á veginum milli Óss og Hrófbergs, en á þessum kafla hafa orðið
nokkur umferðaróhöpp á síðustu árum. Fylling hf. á Hólmavík
var verktaki í verkinu, en tilboð Fyllingar nam aðeins 54% af
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, eða23 milljónum króna.
Lagt var bundið slitlag á vegarkafla sem lagður var á síðasta ári
frá Grjótá inn að vegamótum í Staðardal. Einnig var lagt bundið
slitlag á nýjan veg meðfram Hólmavíkurflugvelli og á veginn fyrir
botn Bitrufjarðar, allt frá Þambárvöllum út fyrir Óspakseyri. Þar
með er kornið samfellt bundið slitlag frá Guðlaugsvík að Bræðra-
brekku.
Vegarkafli í Kaldbaksvík og Kolbeinsvík var endurbyggður á
árinu, og var það verk í höndum Hattar sf. úr Hrútafirði. Lengd
þessa nýja vegar er um 5,2 km.
Byggingar. Geysimiklar byggingarframkvæmdir voru á Hólmavík
á árinu. Var talað um sprengingu í þessu sambandi, og vöktu
þessar framkvæmdir mikla athygli ferðamanna, enda lítið um
byggingarframkvæmdir annars staðar á landinu. Mestu fram-
kvæmdirnar voru við Lækjartún, en þar voru reist 6 einbýlishús á
23