Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 86
Sigrún Ásgeirsdóttir. Guðmundur Pétursson.
hann fyrir útvegun á salti í þessu skyni, er tregða var á að fá nóg af
því í verslunum. Hreppstjóri var hann á fyrri árum, en losaði sig
við það starf, oddviti hreppsnefndar um skeið og sýslunefndar-
maður. Munu fá mál, er vörðuðu sveit hans um hans starfsævi,
hafa verið ráðin, svo að eigi réði hann þar mestu eða legði að
minnsta kosti þung lóð í vogarskálina. í stjórnmálum lét hann
einnig til sín taka. Lá nærri, að hann felldi Guðjón á Ljúfustöðum
frá kosningu vorið 1903. Hafði Guðmundur samtök við sveitunga
sína um að sigla inn að Broddanesi á kjörfundinn til þess að kjósa
Jósep á Melum. Guðjón stóðst áhlaupið í það sinn. En af bréfi
Skúla Thoroddsens til Guðmundar, dags. 18. nóv. 1908, má ráða,
að bóndinn í Ófeigsfirði hafi átt þátt í kosningasigri „uppkasts“-
andstæðinga í Strandasýslu það ár.
Guðmundur í Ófeigsfirði var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Elísa-
betu Þorkelsdóttur, missti hann eftir tæplega 10 ára sambúð, 4.
febrúar 1885. Af börnum þeirra komust upp tvær dætur, sem
báðar eru enn á lífi: Jensína, átti Sigurgeir Ásgeirsson á Óspaks-
eyri, og Elísabet, átti Guðmund Guðmundsson á Melum. Seinni
konan var Sigrún Ásgeirsdóttir, hreppsstjóra á Heydalsá, Sig-
84