Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 54
að afla heimilinu bjargræðis og þá var þetta eini veiðiskapurinn
sem var stundaður þarna að vetrarlagi.
Og hvaðan var gert út nánar tiltekið?
Það var gert út frá mínu æskuheimili, Asparvík, þ.e.a.s. á
doggaróðra sem kallaðir voru.
Hvað varstn gamall þegar þetta var?
Eg var fímmtán ára þegar ég fór fyrstu hákarlasjóferðina.
Þetta hefur þá verið svona í kringum 1920 eða þar um hil?
Já, líklega.
Á þessum tíma mun ekki hafa verið um mikið úrval að rœða af skiþum
og bátum. Hvers konar bátar voru þetta sem notaðir voru til veiðanna?
Við notuðum opna árabáta og doggaróðrara. Þetta voru ijögra
til fimm manna för. En þegar skurðarróðrar komu til þá voru
þetta yfirleitt litlir dekkbátar, fimm til níu tonn, eftir að ég fór að
stunda þessa róðra. Aður voru eins og alþjóð er kunnugt áttær-
ingarnir og aðalverstöðin var Gjögur, og þeir voru á tímabili mjög
margir. Svo lagðist sú útgerð niður og þá komu dekkbátar til
sögunnar. Þeir voru svona frá tólf til tuttugu tonn — ég hef nú
ekki nákvæmlega stærðina. En þeir voru gerðir út frá Ófeigsfirði
— eða frá Norðurfirði var nú báturinn gerður út — Finnboga-
stöðum og Gjögri. Formenn eða skipstjórar á þessum dekkbátum
voru Pétur í Ófeigsfirði á bát sem hét „Anna“, Finnbogi Guð-
mundsson á Finnbogastöðum var með bát sem hét „Hekla“. Að
vísu var hann með annan bát áður en missti hann í ís. Hann hét
„Vonin“ sá bátur. Svo var Magnús Hannibalsson, sá þekkti há-
karlaformaður, eins og þeir voru allir þessir rnenn, frá Gjögri á
bát sem hét „Andey“ og Karl Jensen kaupmaður á Kúvíkum átti.
Doggaróðrar hjá okkur byrjuðu venjulega í janúar og enduðu í
mars. I byrjun apríl venjulega var farið í skurðarróðra og þá —
eftir að ég fór að stunda þessa róðra — voru það bátar meira innan
frá, frá Hólmavík „Skarphéðinn", „Geir“ og svo var trillubátur
líka, „Björg“, sem var róið nokkrar vertíðir, opinn trillubátur stór,
fjögur tonn — við kölluðum það stóra trillubáta.
En sáfrcegi bátur „Ófeigur“ — var hann í notkun ennþá á þessum
tíma?
Nei, hann var síðast notaður til hákarlaróðra eða á sjó 1915 og
52