Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 34
Kollafjörð og Bitrufjörð. Enn fremur fór ég oft að sækja fólk
sjóleiðina til Guðlaugsvíkur.
Eitt sinn var hringt til mín frá Guðlaugsvík og ég beðinn að
sækja sex menn. Surnir af þeim voru þingmenn. Eg man ekki hvað
þeir hétu, nema einn þeirra var Hermann Jónasson. Veður var
gott, þar til á bakaleiðinni er við komum á móts við Bræðra-
brekku, að þá fór að kalda af norðaustri. Þegar við komum út að
Skriðnesenni, þá leist sumum ekki á blikuna, og báðu mig að lenda
þar, því þeir vildu fara gangandi að Broddanesi og ætti ég að taka
þá þar aftur. Allir fóru þeir í land nerna Hermann Jónasson, hann
sagðist halda áfram sjóleiðina. Síðan var lent á Broddanesi og þar
biðurn við eftir fótgöngumönnunum í tvo klukkutíma. Hermann
var kíminn þegar þeir heilsuðust aftur. Ferðin gekk vel að Hvalsá,
en þangað fengu þeir bíl frá Hólmavík.
Það var snemma vetrar að ég var einu sinni sem oftar að sækja
vörur til Hólmavíkur. Var farið að heiman kl. níu að morgni, en
með mér voru Magnús Jónsson, á Kollafjarðarnesi og móðir hans
Guðný Magnúsdóttir. Veður var gott og gekk vel að hlaða bátinn.
Síðan var baldið frá Hólmavík um kl. fjögur í vestan golu. Við
fórum út með landinu að vestanverðu. Þegar komið var út fyrir
Víðidalshöfðann skellur á, eins og hendi sé veifað, suðvestan rok.
Ég sneri þá við til Hólmavíkur, en ekki var hægt að fara þar að
bryggjunni fyrir roki og var haldið norður fyrir tangann og lent í
fjörunni. Við urðum að bera allan farminn úr bátnum upp í skúr
og síðan var gengið frá bátnum í fjörunni. Að þessu loknu var
komið fram á kvöld og fengum við okkur gistingu. Ekki höfðum
við lengi notið hvíldar og nætursvefns er við vorum vakin og beðin
að koma til hjálpar, því að Kaupfélagshúsið sé að brenna.
Þegar við komum á staðinn stóð húsið í björtu báli. Var þá
gengið í að sækja sjó í fötur og reyna að hefta eldinn, en það kom
að litlu gagni. Það var hörmulegt að horfa á húsið fuðra upp á
skömmum tíma. Morguninn eftir héldum við lieim í sæmilegu
veðri.
Nú langar mig að segja frá einni ferð á landi.
Það var snemma í desember 1938 að við Magnús Jónsson á
Kollfjarðarnesi lögðum land undir fót áleiðis til Reykjavíkur. Er-
32