Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 34

Strandapósturinn - 01.06.1992, Síða 34
Kollafjörð og Bitrufjörð. Enn fremur fór ég oft að sækja fólk sjóleiðina til Guðlaugsvíkur. Eitt sinn var hringt til mín frá Guðlaugsvík og ég beðinn að sækja sex menn. Surnir af þeim voru þingmenn. Eg man ekki hvað þeir hétu, nema einn þeirra var Hermann Jónasson. Veður var gott, þar til á bakaleiðinni er við komum á móts við Bræðra- brekku, að þá fór að kalda af norðaustri. Þegar við komum út að Skriðnesenni, þá leist sumum ekki á blikuna, og báðu mig að lenda þar, því þeir vildu fara gangandi að Broddanesi og ætti ég að taka þá þar aftur. Allir fóru þeir í land nerna Hermann Jónasson, hann sagðist halda áfram sjóleiðina. Síðan var lent á Broddanesi og þar biðurn við eftir fótgöngumönnunum í tvo klukkutíma. Hermann var kíminn þegar þeir heilsuðust aftur. Ferðin gekk vel að Hvalsá, en þangað fengu þeir bíl frá Hólmavík. Það var snemma vetrar að ég var einu sinni sem oftar að sækja vörur til Hólmavíkur. Var farið að heiman kl. níu að morgni, en með mér voru Magnús Jónsson, á Kollafjarðarnesi og móðir hans Guðný Magnúsdóttir. Veður var gott og gekk vel að hlaða bátinn. Síðan var baldið frá Hólmavík um kl. fjögur í vestan golu. Við fórum út með landinu að vestanverðu. Þegar komið var út fyrir Víðidalshöfðann skellur á, eins og hendi sé veifað, suðvestan rok. Ég sneri þá við til Hólmavíkur, en ekki var hægt að fara þar að bryggjunni fyrir roki og var haldið norður fyrir tangann og lent í fjörunni. Við urðum að bera allan farminn úr bátnum upp í skúr og síðan var gengið frá bátnum í fjörunni. Að þessu loknu var komið fram á kvöld og fengum við okkur gistingu. Ekki höfðum við lengi notið hvíldar og nætursvefns er við vorum vakin og beðin að koma til hjálpar, því að Kaupfélagshúsið sé að brenna. Þegar við komum á staðinn stóð húsið í björtu báli. Var þá gengið í að sækja sjó í fötur og reyna að hefta eldinn, en það kom að litlu gagni. Það var hörmulegt að horfa á húsið fuðra upp á skömmum tíma. Morguninn eftir héldum við lieim í sæmilegu veðri. Nú langar mig að segja frá einni ferð á landi. Það var snemma í desember 1938 að við Magnús Jónsson á Kollfjarðarnesi lögðum land undir fót áleiðis til Reykjavíkur. Er- 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.