Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 138
að þeir hafi tekið 240 sfldar úr pönnunum og sett í frystikassann.
Þá segir hann að í kassanum hafi verið alls 442 nýjar síldar og um
200 eldri síldar og síldareignin hefur því verið um 640 síldar.
Níels getur þess að Þorsteinn Eyflrðingur, sá kunni sjósóknari,
hafi komið þar inn á vélbáti. Hann hafi farið austur á Skaga og
fengið síld af síldarskipum. Þorsteinn lét Sigurlaug fá 45 síldar og
nokkra aðra. A móti fékk hann frystipönnur að láni hjá Níels og
nokkrum öðrurn. Þetta var 31. júlí 1924.
En beituskorturinn var farinn að hrjá rnenn í byrjun ágústs því
þá tóku þeir bátinn Andey á leigu fyrir 75 kr. og sigldu til Siglu-
fjarðar til beitukaupa. Sjálfir borguðu sjómennirnir olíuna. Níels
segir að Þorsteinn Eyflrðingur, sem gerði út vélbáta frá Djúpuvík,
beri þriðjung kostnaðar. Andey átti Carl Jensen kaupmaður.
Af færslu í dagbókinni 4. ágúst 1924 rná sjá að þá var sjómenn
farið að vanta snjó. Níels segir þá að sjómenn hafi farið á fjórum
báturn inn í Ytri Naustvíkur til að ná í snjó. Einhverjir Sunnlend-
ingar voru með heimamönnum og kornu 58 snjópokum fyrir í
tveim fjárhúsum. Þennan dag segist Níels hafa fryst síld og srníðað
pönnur.
11. ágúst var skeyti sent til Isafjarðar til að panta síld með
Andvara, sem Jónas Elíasson frá Isafirði stýrði og átti. Tveirn
dögum síðar segir Níels að skipið hafi komið bæði með frysta og
ófrysta síld en það var minna en menn hefðu pantað. Menn rifust
um sfldina og hafi Sturlaugur fengið 215 pund af frystri síld og
100 ófrystar síldar. Frysta síldin hafi verið ágæt en hin mikið
skemmd. Níels setti strax alla síldina í frysti.
Hin daglega önn var síðan sem áður, að leggja síld í pönnur,
taka hana úr pönnum og setja í frystikassa, beita frystri síld, plægja
eftir kúfiski og láta aðra fá frysta síld.
I ágúst næsta sumar fór Sigurlaugur með 240 síldar inn á
Djúpuvík til að borga 300 sfldar. Ef Sigurlaugur hefur fengið
þessar 300 síldar ófrystar, þá hefur verðmunur í þessu tilviki á
frystri og ófrystri síld verið 4:5.
Daginn eftir réru þeir og beittu 10 lóðir með frystri síld og
fengu góðan afla af þorski, ýsu og nokkrar keilur. Níels segir að
vélbáturinn Fönix hafi dregið þá á miðin og til baka vélbáturinn
136