Strandapósturinn - 01.06.1992, Blaðsíða 15
Blöndalsrollum á Borðeyri, 806 á Hólmavík og 237 á Óspakseyri.
Þetta er um 100 kindum færra en haustið áður.
Haustið 1992 seldu bændur á Ströndum rúmlega 3.000 lömb á
fæti til endurnýjunar íjárstofna á riðusvæðum á Austurlandi og
víðar. Þarna var um að ræða svipaðan fjölda og árið áður. Mest var
selt af lömburn úr Broddaneshreppi eða á bilinu 1700—1800. Ljóst
er að nú mun draga mjög úr þessari sölu, þar sem endurnýjuninni
virðist að mestu lokið. Þó eru líkur á að amk. 1000 lömb verði seld
úr Strandasýslu á næsta hausti.
Meðalfallþungi dilka var um 400 g. minni en haustið áður og
jókst raunar hvergi nema á Borðeyri. Hins vegar var gæðamat
falla mun betra en 1991, enda voru dilkar þá óvenjufeitir eftir
rnjög hagstætt sumar.
Kaupfélag Hrútfirðinga hefur tekið upp samstarf og viðræður
við næstu afurðastöðvar, einkum sláturhúsið í Búðardal, um
markaðssetningu og sölu á kjötvörum. Þá var tekin upp sú ný-
breytni á Borðeyri síðastliðið haust, að selja gærur beint til út-
landa, einkum til Finnlands og Spánar. I þessari sölu hefur fengist
betra verð en innanlands, bæði fyrir sláturhúsið og bændur.
Spænskur skinnaverkandi hefur sýnt þessum viðskiptum mikinn
áhuga, enda þykja íslensku gærurnar stærri og betri en önnur
skinn.
Arið 1992 var rnikið niðurskurðarár í sauðfjárrækt Stranda-
manna, og í vetrarbyrjun var framleiðsluréttur svæðisins orðinn
24,3% minni en tveimur árum áður. Eins og árið áður bauðst ríkið
til að kaupa framleiðslurétt af bændum sem vildu draga saman
sjálfviljugir, en nú var einnig í fyrsta sinn leyfð sala á rétti milli
bænda. Reyndin varð sú að enginn bóndi á Ströndum seldi ríkinu
framleiðslurétt, heldur var eingöngu um að ræða sölu á milli
manna, í sumum tilvikum fyrir milligöngu sveitarfélaga, sem
greiddu þá hluta af kaupverði. Eitthvað var einnig keypt af fram-
leiðslurétti úr öðrum héruðum. Verðlagning í þessum viðskiptum
var frjáls, og heyrðust ýmsar tölur nefndar. Líklega hefur verðið
almennt verið á bilinu 15—20 þús. kr. fyrir ærgildið og var þá ærin
sjálf innifalin. Ymsir töldu þessaþróun neikvæða. Með þessu móti
yrðu þeir sterku sterkari og þeir veiku veikari, auk þess sem minni
13